Úrlausnir frumskógarlögmálanna, samasem siðhningnun í einu samfélagi.

Þegar svo er komið að hluti fólks telur það réttlætanlegt að skuldir séu innheimtar með líkamlegu ofbeldi, hefur siðgæði hnignað til muna í einu samfélagi.

Maður spyr sig hvernig getur það verið að slíkt viðhorf sé komið til sögu í voru samfélagi ?

Að við séum að berjast við það að fólk sé ekki beitt líkamlegu ofbeldi nokkurs staðar, millum kynja, ellegar hvarvetna meðan viðhorf þess efnis að innheimta peninga geti réttlætt notkun slíks ofbeldis til þess hins arna.

Ég verð að viðurkenna að ég varð næstum orðlaus að hlusta á innhringjendur á Bylgjuna í Reykjavík síðdegis í dag þar sem þau viðhorf komu fram að slík beiting ofbeldis væri hugsanlega lausnin til þess að innheimta skuldir.

Aldrei skyldu menn sætta sig við slíkt sem aðferðir í samfélagi viti borinna manna,

ALDREI.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Höfuð ástæðan fyrir þessu óþolandi ástandi er hvernig öll löggæsla
er í fjársvelti og skilningaleysi meðal ráðamanna að ráða þar
bót á. Gleggsta og nýjasta dæmið er ekki bara upplausnin heldur
uppreisnin í löggæslumálunum á Suðurnesjum. Algjör Skandall!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.9.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband