Vaxtarverkir Frjálslynda flokksins.

Eftir því sem fólki fjölgar í flokkum mætast ólík sjónarmið og rekast á eins og gerist og gengur.

Það virðist í gangi um þessar mundir hjá okkur Frjálslyndum, með allra handa yfirlýsingum er ganga á víxl eins og búmerang manna á milli í fjölmiðlum.

Hvorki fjölmiðlar né bloggsíður munu nokkurn tímann hafa með innra starf stjórnmálaflokka að gera, það veltur á fólkinu sjálfu í flokkunum að láta það hið sama starf hafa þann framgang á sviði stjórnmála sem vera skal.

Deilur um framkvæmdastjórastöðu í flokknum hafa frá upphafi verið með ólikindum, og á sannarlega margar skýringar sem fæstar hafa komið fram í fjölmiðlum frekar en annað sem fjölmiðlar ræða og rita um minn flokk.

Öllum þingmönnum sem hlotið hafa brautargengi í kosningum BER að starfa saman, og koma sér saman um formann í sínum þingflokki.

Það er hins vegar sannarlega skortur á því að stjórnmálaflokkar komi sér saman um siðareglur varðandi það atriði að menn sem ékki komast áfram í prófkjörum sinna flokka, hoppi ekki yfir í aðra flokka og gangi þar að efstu sætum á listum til framboðs flokka. Það kann að vera vandræðabakstur frá upphafi til handa þeim er þar hafa áður lagt hönd á plóg.

Jafnframt er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að hver einasti flokkur hafi innbyrðis siðareglur þess efnis að kjörnir þingmenn undirriti yfirlýsingu um að þeir hinir sömu muni vinna með flokknum, á kjörtímabili því sem þeir eru kjörnir til, enda flokkurinn kostað til fjármunum í þeirra baráttu.

Fjármunum sem stjórnmálaflokkar fá úthlutað af almannafé.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða vaxtaverkir.?  Það fækkar í flokknum.

ÞJ (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband