Allt sem fer upp, kemur einhvern tímann niður.....

Fréttir af fjármálamörkuðum og hruni hér og þar hljóta að verða til þess að menn velti vöngum yfir því hve hátt boginn var spenntur, hér sem annars staðar.

Ef svo er komið að fjöldinn allur af fyrirtækjum hefur verið rekinn á lánsfjármagni sem oltið hefur um heiminn, þannig að ekkert hefur mátt út af bregða, hefur áhætta um áföll væntanlega verið all verulega vanmetin.

Við Íslendingar getum að sjálfsögðu ekkert sagt sem svo þetta er utanaðkomandi, því við erum sjálfir þáttakendur í alþjóðlegu markaðsbrasktilstandi sem á hátíðarstundum er kallað útrás.

Hvers konar reikniformúlur um hvaðeina er lýtur einu fyrirtæki ellgar einu efnahagskerfi hljóta á hverjum tíma að þurfa að taka mið af áföllum, að örðum kosti er hvers konar áætlanagerð um flest í uppnámi.

Þar skiptir því máli að þeir sem falin er varsla fjármuna séu til þess trúverðugir og spurningar hljóta að vakna um upphafleg skilyrði sem og skilvirkt hlutverk eftirlitsstofnanna í þvi sambandi að fjármunir þeir sem almenningur ver í hlutafé, hafi þann ramma heilbrigðis sem nauðsynlegur er á hverjum tíma.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

En maður spyr sjálfan sig í öllum þessum darraðadansi.

Kemur það upp sem fer niður?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 01:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nei það  held ég ekki Þórarinn, og kanski ágætt að maður hafi áður verið búin að átta sig á því.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2008 kl. 02:00

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega Þórarinn kemur það upp aftur - ekki svo viss heldur - verst hvað fáir hafa haldið til haga í góðærinu fyrir þau mögru sem koma vist stundum

Jón Snæbjörnsson, 16.9.2008 kl. 08:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð ábending.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 11:25

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Til umhugsunar.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.9.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband