Sjö bæjarstjórar við Faxaflóa !

Margsinnis hefi ég velt því fyrir mér hvað veldur því að menn eru ekki farnir að ræða eitthvað um sameiningu hér á Suðvesturhorninu, undir formerkjum sparnaðar á sveitarstjórnarstiginu.

Sameining sveitarfélaga úti á landi hefur verið drifin áfram með það að markmiði að gera mönnum kleift að halda uppi þjónustustigi við íbúa í formi stærðar.

Mun ekki verða gerð sama krafa um sameiningu bæjarfélaga með 25 - 30 þúsund íbúa á þéttbýlissvæðinu þ.e að þar sem um að ræða eitt stjórnkerfi ?

Skortur á nauðsynlegri samvinnu við heildarskipulagsáætlanir til framtíðar þar sem menn hafa ef til vill tekið ákvarðanir um þéttingu byggðar í einu bæjarfélagi  sem bitnar á því næsta í aukinni umferð sem ekki var gert ráð fyrir innan þess sveitarfélags og kostar það að allar áætlanir þarf að skoða að nýju, aftur og aftur.

Atriði sem koma mætti í veg fyrir með betri samvinnu.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

ALLT höfuðborgarsvæðið á að vera EITT sveitarfélag og EITT kjördæmi.

Allt annað er RUGL!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.9.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband