Fjárhirðar með fé af fjalli.

Réttir eru settar víða þessa daganna, enda komið haust og þar koma saman menn og búfénaður eftir leitir að fé á fjöllum og til verður stemming menningar.

Sjálf er ég bóndadóttir úr sveit og smalaði og smalaði í gamla daga, þótt ekki færi ég á fjall til þess arna, þar sem afréttur var ekki til staðar heldur land í kringum býlið heima.

Góður fjárhundur var gulls ígildi við smalamennskuna og hann Kátur minn gamli var ekki í miklum vandræðum með að aðstoða við að ná kindur, því hann beit þær í hækilinn án þess að særa og hélt þeim ef svo bar undir.

Smalamennskan og allt tilstandið kringum blessað sauðféð, var árviss viðburður þar sem maður fylltist ákveðnum trega er lömbin fóru á lambabílinn í sláturhúsið, en eftir þvi sem árin liðu varð sá tregi að vissu leyti litinn öðru ljósi.

Fátt hefur mér hins vegar fundist skemmtilegra gegnum tíðina en spekúlasjón um sauðkindina, til og frá og alla hennar athafnasemi , én ég átti auðvitað kind, eins og öll börn í sveitum.

Þar sem ég var elsta barnið af þremur var mín kind nú orðin svolítið ofdekruð og þar með frek, þar sem hún hafði lengst notið sérstakrar athygli, um tíma en á móti kom að það var oft auðvelt að smála því hún gekk á undan inn í réttina.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband