Launagjáin milli þjóðfélagshópa á Íslandi.

Það er ekki sama hvort þú starfar sem stjórnandi í banka ellegar stórfyrirtæki á íslenskum markaði eða ert óbreyttur alþingismaður, þar er nefnilega að finna eitt stykki launagjá, þar sem stjórnandi í fjármálalífinu tekur allt að því þreföld laun hins óbreytta alþingismanns sem tekur þátt í því að skapa umhverfi fjármálalífsins við lagasetingu á Alþingi.

Síðan koma fagstéttir í íslensku samfélagi oftar en ekki við þjónustu í störfum hins opinbera, svo sem læknar sem hafa hærri laun en hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, en laun hjúkrúnarfræðinga og ljósmæðra eru þó nokkuð ofar launum sjúkraliða. Flest önnur störf er lúta að heilbrigðisþjónustunni eru síðan í launaflokkum sem teljast ófaglærðir sem eru um eitt hundrað til tvö hundruð þúsund undir launum fagærðra.

 Hin mikla gjá millum launa fólks í okkar þjóðfélagi er fyrir löngu síðan orðin oss fjötur um fót og það sem sorglega við þessa þróun er það að ríkið sjálft, þ.e. þeir aðilar er sitja við stjórnvölinn og skapa skattaumhverfi í einu landi, hafa ekki séð ljósið í því efni hve óréttlát mörk skattleysis eru og hafa verið um árabil, ásamt skattprósentu á tekjur af launum manna á vinnumarkaði.

Hið opinbera tekur nefnilega til við það að innheimta skatta af launum manna, undir eðlilegum viðmiðum einstaklingsframfærslumarka er viðmið á hverjum tíma segja til um að séu við lýði.

Það atriði að slíkt himinn og haf sé til staðar í launum millum manna í einu þjóðfélagi er ekki ávísun á sátt eða jöfnuð til framtíðar, því fer svo fjarri, og samtök launamanna bera þar ábyrgð ásamt þeim er inna laun af hendi og kallast vinnuveitendur.

Íslendingar munu aldrei verða sáttir við þann ójöfnuð sem ríkir hvað varðar laun á vinnumarkaði og vilji til þess að viðhalda mannréttindum er virðing fyrir möguleikum einstaklinga til að lifa af launum sínum að lokinni fullri vinnuþáttöku, hver svo sem staða viðkomandi einstaklinga er fagmenntaðra sem ófaglærðra.

Það er áfellisdómur til handa sitjandi stjórnvöldum landsins að ekki skuli hafa tekist að nota og nýta þau stjórntæki sem sitjandi valdhafar hafa í skattkerfinu til jöfnunar, í formi greiðslu skatta í samræmi við krónur og aura sem viðkomandi hefur mánaðarlega sér til handa, þar sem bankastjórinn býr á Mars, fjármálamógúlar á Júpiter, þingmenn á Tunglinu en almenningur á jörðinni.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Það er bara eitt um þetta aða segja "FIRRA".

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl. Það er auðvitað rétt að launabilið milli einstakra stjórnenda í fjármálalífinu og almennings er mikil. Það er líka rétt að launamunur karla og kvenna í dag , í stjórnartíð Ingibjargar Sólrúnar, sem var nú lengi helsti baráttuforingi kvenna, er skandall. Það er einhvernvegin þannig að við virðumst eyðileggja öll kerfi sem við tökum upp til úrbóta. Það má nefna kvótakerfið , það var eyðilagt með eignarhaldinu (framsalinu) og veðsetningu. Íbúðalánakerfið var eyðilagt með því að flytja það í bankana og opna það uppúr, líka til þeirra sem voru ekki að kaupa húsnæði.  Svo var starfhvatakerfi yfirstjórnenda í fjármálageiranum eyðilagt með því að hafa ekki þak á því þar sem útrásin var í fullum gangi og miklu meiri en nokkur hefði getað ímyndað sér. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.9.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já satt og rétt

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.9.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband