Frelsið og mörkin í voru markaðshagkerfi.
Þriðjudagur, 9. september 2008
Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan ramma frelsisins fáum við notið þess.
Getur það verið að fjármálastofnanir hafi fengið frelsi án marka, af hálfu þeirra sem sitja við stjórnvölinn við sölu banka úr ríkiseigu og einkavæðingu allra handa ?
Frelsi sem innihélt bónus, sem heitir verðtrygging fjárskuldbindinga og oft hefur verið nefnt sem axlabönd og belti bankanna.
Frelsi sem leitt hefur það af sér að þær hinar sömu stofnanir virðast geta greitt stjórnendum sínum ofurlaun sem nema launum verkamanns yfir mannsævina að virðist.
Verkamaðurinn aftur á móti sem ekki hefur upplífað verðtryggingu á sín laun heldur frystingu skattleysismarka launa til ársins 2007 frá 1995 er eðli máls samkvæmt ekki að upplifa frelsi, heldur helsi og fjötra stórfurðulegra aðferða í efnahagskerfi einnar þjóðar, þar sem háir skattar á allt of lág laun, auka enn á skuldsetningu og kalla á lán með axlabanda og beltisverðtryggingu banka sem aldrei tapa krónu eða eyri.
Máttlaus verkalýðshreyfing í ástandi sem þessu var ávísun á lélegri lífskjör hins vinnandi manns, því miður.
Annað hvort þurfti að gerast að laun hækkuðu eða skattar lækkuðu til handa hluta fólks í landinu en hvorugt gerðist eða hefur gerst enn þann dag í dag þar sem nú eru komin til ytri og innri áföll efnahagslega þessu til viðbótar.
Ábyrgð sitjandi valdhafa á því atriði að setja mörk, til handa viðskiptalífi og mörk skatta í efnahagsumhverfi þjóðar í samræmi við launataxta á almennum vinnumarkaði, hefur ekki hljómað saman.
Í raun hefur hvað rekist á annars horn í þessu efni.
mál er að linni.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Guðrún María , má ég taka þessa grein inn á Heimaklett . is ? . kv .
Georg Eiður Arnarson, 9.9.2008 kl. 19:39
Sæl Guðrún. Góður pistill !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 21:47
Sæl Guðrún.
Aldrei kemur þú að tómum kofanum. Góður pistill.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 01:17
Mjög góður pistill Gmaría mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 10:37
klukk
Georg Eiður Arnarson, 10.9.2008 kl. 14:11
Sæl öll, takk fyrir.
Georg gjörðu vel alveg sjálfsagt.
klukk já einmitt.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 10.9.2008 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.