Hver lögleiddi leyfi til þess að veðsetja óveiddan fisk úr sjó ?

Sjávarútvegsráðherra bloggar um efnahagsmálin á sinni bloggsíðu og að sjá má virðist ekki skoða söguna mikið aftur á bak undanfarna áratugi í ljósi þess hverjar aðgerðir hans eigin flokkur hefur staðið fyrir svo sem lögleiðingu framsals aflaheimilda í sjávarútvegi og veðsetningar óveidds fiskjar úr sjó.

Getur það verið að veðsetning sjávarútvegsfyrirtækja í bönkum á kvóta hafi orsakað breytingu við niðurskurð heimilda til veiða í þorski á Íslandsmiðum ?

Jafnvel tekjutap ?

Set hér inn úrdrátt úr pistli ráðherrans.  

 

"Og rifjum þá upp samhengið. Upphaf þeirra þrenginga sem við erum núna að upplifa á alþjóðlegum mörkuðum - og þess vegna líka hér á landi - má rekja til þess að menn höfðu nær takmarkalausan aðgang að ódýru fjármagni. Þess vegna vönduðu menn ekki fjárfestingarnar.

Kannast hlustendur ekki við hugtakið "skuldsett yfirtaka", sem þýðir að menn fjárfesti án mikils eða nokkurs eigin fjár. Þetta var oft gert á Íslandi fyrir daga verðtryggingar með góðum árangri. Verðbólgan kom nefnilega til bjargar. En nú gilda önnur lögmál. Nema að því leyti að enn á það við að ofgnóttin leiðir til þess að menn vanda sig síður. Blasir það ekki við að ein ástæða vandræðanna nú er hinn takmarkalausi aðgangur að ódýru lánsfé? "

Hvaða flokkur skyldi hafa skapað skilyrði til þessarar ofgnóttar og hverjir eru það sem upplífðu þessa ofgnótt ?

Örugglega ekki almenningur í landinu sem ekki má veiða fisk á stöng hvað þá veðstetja í bönkum.

Er " skuldsett yfirtaka " eitthvað annað en " uppkeypt tap " sem fyrirtæki í sjávarútvegi iðkuðu á timum verðtryggingar ágæti ráðherra, með tilheyrandi skattleysi í þjóðarbúið í nær heilan áratug af tíma kvótakerfis í sjávarútvegi ?

Hvar er ábyrgð manna á fyrirkomulagi ráðstafana og skipulags ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kristinn H. Gunnarsson, þáverandi stjórnarmaður í Byggðastofnun og Sverrir Hermannsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans og stofnandi Frjálslyndaflokksins börðust báðir fyrir því að sett var í lög frá Alþingi að það mætti veðsetja aflaheimildir sem eign.

Sigurgeir Jónsson, 9.9.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sjálfstæðisflokkurinn var ekki í ríkisstjórn þegar sett var í lög að það mætti framselja aflaheimildir.Það var aftur á móti Alþýðubandalagið sem Kristinn H. Gunnarsson var í og Alþýðuflokkurinn sem Grétar Mar var í. Þeir voru báðir áhrifamenn í sínum flokkum.

Sigurgeir Jónsson, 9.9.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband