Nýting vatnsafls til rafmagnsframleiðslu er umhverfisvænt.
Sunnudagur, 7. september 2008
Barátta hinna meintu talsmanna umhverfissjónarmiða hér á landi gagnvart virkjun vatnsfalla í landinu er með ólíkindum meðan sömu menn horfa ekki nokkurn skapaðan hlut á það atriði hvernig framleiðsla matarforða fer fram í landinu með tillits til sömu sjónarmiða.
Þröngsýnisvegir þeir sem íslenskir umhverfisverndarsinnar feta eru álika kindagötum í stað akvega og stöðnun sá boðskapur sem borinn er á borð.
Það hefði verið mjög fínt eða hitt þá heldur ef aldrei hefði verið hreyft við plógi eða tætara á íslensku landi gegnum tíðina undir formerkjum þess að allt ætti að standa óbreytt um aldur og ævi til þess að hreyfa ekki við landi.
Auðvitað má í milli sjá hvað gert er en einhliða áróður þess efnis að engu megi hreyfa og engu raska, eru öfgar sem að minnsta kosti þrír stjórnmálaflokkar viðhafa hér á landi, og nýjasta dæmið er nei yfirlýsing umhverfisráðherra á virkjanakosti á hálendinu.
Hvorki Samfylking né VG hafa í nokkru barist fyrir umhverfsmati á landgrunninu kring um landið með tilliti til möguleika þjóðarinnar til matarforðaöflunar og verðmæta til útflutnings í formi fiskveiða.
Sama má segja um afar litla gagnrýni flokkanna á landbúnað með núverandi framleiðslufyrirkomulagi.
Eigi að síður eru framleiðsluformúlur beggja kerfa í sjávarútvegi og landbúnaði hreinn verksmiðjubúskapur, ekkert annað með tilheyrandi ósjálfbærni þar að lútandi, þar sem stærðarhagkvæmni eininga og skammtímagróði einstakra aðila er eitt fyrir sjónum.
Það er kominn tími til að menn fari að horfa á heildarmynd mála telji þeir sig á annað borð virkilega vera með umhverfisvernd í farteskinu.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrirgefðu Guðrún!!!
Sé ekki að vatnsaflsvirkjanir séu umhverfisvænar!!
Hilmar Dúi Björgvinsson, 7.9.2008 kl. 08:12
Sæl Guðrún.
Tek heilshugar undir þetta hjá þér. Ef við ætlum að lifa hér áfram
og viðhalda og auka velferð VERÐUM við að nýta allar okkar auðlindir
til sjós og lands, ekki síst okkar dýrmætu enurnýjanlegu orku hvort
sem húnn er framleidd með gufu eða vatni. Það er ekki flóknara en
það fyrir ALLA þá sem vita að peningar og þá hagsældin vex ekki
á trjánum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.9.2008 kl. 20:46
Er þá þorskurinn í sjónum einskonar undanþágufyrirbæri?
Nú hafa vélar Kárahnjúkavirkjunar verið gangsettar og álbræðsla er hafin á fullu á Reyðarfirði. Fjöldagjaldþrot, fjöldauppsagnir nauðungaruppboð á íbúðarhúsnæði, lánsfjárkreppa og 16% stýrivextir!
Hafið þið virkjanasinnar einhverja stöðu til að tala með rembingi niður til okkar sem höfum efasemdir?
Ég ráðlegg ykkur báðum að sleppa gáfulegum ályktunum allt þar til ykkur vex til þess vitsmunaþroski.
Árni Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 22:27
Sæll Árni.
Ég tala mína skoðun á þessum málum hreint út og tel að umhverfisvernd geti aldrei einskorðast við einhliða sýn á verndum óspilltrar náttúru án áhorfs á ýmsa aðra þætti þess hins sama máls.
Viljir þú setja þig í dómarasæti varðandi minn vitsmunaþroska þá þú um það.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.9.2008 kl. 23:33
Komið þið sæl !
Guðrún María og Guðmundur Jónas ! Getur ekki hugsast; að virkjana fagurgali Haarde liðsins, hafi kastað ryki, í augu ykkar, sem margra annarra velmeinandi kvenna og manna ?
Hygg; að ég verði, að taka undir sjónarmið Árna; alfarið, í þessu máli. Þorskveiðarnar skila jú; sem veiðar annarra tegunda, mun fyrr tekjum, í Landskassann (Ríkissjóð), en sá er hængur á, að foráttu heimskir stjórnmálamenn véla um þá fjármuni, sem aðra, og því er svo komið, sem komið er.
Og annað; það er ekkert sjálfgefið, né sjálfsagt, að Landsvirkjun fái, átakalaust, að spilla gamalgrónum bújörðum, á bökkunum, við neðanverða Þjórsá, svo dæmi sé tekið, ofurgráðugum peninga púkum frjálshyggjunnar til vegsauka.
Skoðum málin; í víðasta samhengi, Guðrún og Guðmundur, sem aðrir skrifarar og lesendur.
Með beztu kveðjum, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgaon
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 00:44
Guðrún María. Þú ert í hópi þeirra sem telja sig hafa stöðu og vitsmuni til að flokka umhverfisvernd og andstöðu við endalausar stórvirkjanir undir þvílíka foráttuheimsku að við sem þannig hugsum hljótum blátt áfram að telja að peningar vaxi á trjánum. Ens og svarabróðir þinn Guðmundur orðaði hér áðan. Þegar andmælum gegn þessu gegndarlausa álbræðsluhungri er hreyft er viðkomandi undireins orðinn lattedrekkandi hálfviti af 101 svæði og hefur aldrei unnið ærlegt handtak. Ég ætla héðan af að áskilja mér fullan rétt til þess að ræða við ykkur á ykkar eigin tungumáli þó ekki sé það nú beinlínis metnaðarfullt að rölta alla leiðina niður til ykkar í málflutningi.
Í stuttu máli Guðrún María. Menn eins og Ómar Ragnarsson og t.d. bara ég hafa hlotið fulla vitneskju um að peningar vaxa ekki á trjám. Ég þekki ykkur Guðmund Jónas ekki neitt en efast um að þið hafið þurft meira fyrir lífinu að hafa en við. Ég get fullvissað ykkur um að það er ekki ávísun á vitsmunaþroska að krefja íslenska náttúru um greiðslu fyrir fjármálasukk og græðgi þjóðarinnar. Ég krefst þess afdráttarlaust að þjóðin beri fulla virðingu fyrir því umhverfi sem hún lifir í. Ef þú og þín skoðanasystkini sjáið enga leið til lífsbjargar aðra en þá einu að ryðjast eins og bölvandi naut á öll verðmæti landsins á nokkrum árum þá er bara ykkar fötlun.
Ef þú heldur að háðsyrði í garð okkar náttúruverndarfólks sé einhver staðfesting á yfirburðum þínum þá er það mikill misskilningur. Og hvað mig áhrærir er ég viðbúinn að svara fyrir mig. Ég hef fengið nóg af bullinu um "hina svokölluðu umhverfissinna."
Árni Gunnarsson, 8.9.2008 kl. 00:47
Sæll aftur Árni.
Ég gagnrýni það sem mér finnst öfgar, hef gert og mun án efa gera áfram ef svo ber undir.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 9.9.2008 kl. 01:08
spyr aftur Guðrún hvernig eru vatnsaflsvirkjanir umhverfisvænar?
Hilmar Dúi Björgvinsson, 11.9.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.