Andaktugur dagur.

Fór austur undir Fjöll í gær til að vera við útför einnar merkiskonu úr sveitinni minni sem fram fór kl.11, i morgun. Hlýddi síðan á útför Sr. Sigurbjörns í útvarpinu eftir hádegið.

Veðurdýrðin var með eindæmum og þessi mynd er einkar lýsandi fyrir hinn andaktuga dag að mér finnst.

R0010536.JPG

Hóllinn sem sést á myndinni er reyndar Borgarhóllinn, þar sem Anna á Stóru Borg bjó, en uppgröftur úr bæjarstæðinu var á sínum tíma í kapp við hafið og árnar Svaðbælisá og Bakkakotsá, sem hafa útfall til sjávar við hólinn. Síðast þegar ég kom á fjöru skáru árnar hólinn í sundur og runnu austur inni í gljánni, og fjaran sem sandskagi austur eftir. Þetta hefur hins vegar verið síbreytilegt gegnum tíðina þar sem sjórinn og árnar takast á.

Get ekki á mér setið að setja hér inn eina mynd af forvitnum bolum sem allir sem einn vildu skoða strákinn minn, svo hann gaf þeim athygli og nokkur grasstrá í gegnum girðinguna.

R0010548.JPG

Það er nú ekki amalegt að fá slíkan aðdáendahóp, í einu vetfangi, en forvitni kúpeningsins eru alla jafna litil takmörk sett.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband