Ofursköttun á launatekjur er efnahagsleg meinsemd í einu þjóðfélagi.

Það atriði að mörk skattleysis séu nær sama upphæð og lágmarksframfærsluviðmið einstaklinga hjá hinu opinbera segir meira en mörg orð um hve óréttlátt skattkerfið er.

Félagsleg aðstoð við þá sem höllum fæti standa fjárhagslega í voru samfélagi tekur mið af heildarlaunum fyrir skatta, hjá einstaklingi en ekki eftir skatta þar sem viðkomandi gæti hugsanlega lent sem nemur tugum þúsunda undir lágmarksframfærsluviðmiðunum við það eitt að greiða skattprósentuna af tekjunum.

Hvati til vinnuþáttöku undir þessum skilyrðum er því lítill sem enginn því viðkomandi kynni hugsanlega að fá hærri upphæð í formi atvinnuleysisbóta í heild en sem nemur launatekjum eftir greiðslu skatta á lágmarkstöxtum verkalýðsfélaga á vinnumarkaði.

Svona hefur þetta verið í tæpa tvo áratugi hér á landi og með ólíkindum að menn skuli ekki koma auga á þessa annmarka skattkerfisins sem gera lítið annað að verkum en að flokka fjölda fólks í fátæktargildrur sem inna af hendi fulla vinnu í voru þjóðfélagi.

Eftirtekja launamannsins eftir greiðslu skatta á EKKI að vera undir lágmarksframfærsluviðmiðum hins opinbera á sviði félagsþjónustu.

Skattleysismörk og upphæð þeirra ellegar prósentutala í tekjuskatti þarf að hljóma saman hvað varðar þetta atriði svo einhvers samræmis gæti, svo ekki sé minnst á upphæð launa í samningum á vinnumarkaði.

Hér er óunnið verk til umbreytinga og lagfæringa í voru þjóðfélagi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Vertu ánægð að búa á Íslandi. Ég var að borga allt að 65% af síðast þénuðu tekjunum þegar ég bjó í DK og borgaði skatt af öllum tekjum.

Gestur Guðjónsson, 5.9.2008 kl. 09:30

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þér Guðrún María , eins og alltaf . kv .

Georg Eiður Arnarson, 6.9.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband