Vegferðin.

Hinn mannlegi þáttur, hann má ekki falla í valinn,

þótt deili menn hvernig sé best að ferðast um dalinn.

Sanngirni og réttlæti í farteski, ætíð skal finna,

þannig mun farsælast verkin hver einustu að vinna.

 

 

Við þurfum menn sem að vita hvert veginn skal feta,

við þurfum menn sem að vilja bæði og geta,

við þurfum menn sem að þora að þoka hér málum,

við þurfum menn sem ei dansa á vogarskálum.

 

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Við þurfum fólk,sem kann að stíga í fótinn,

sérstakar konur,sem vita hve góður er kvótinn,

við þurfum alla sem að eitthvað geta,

en einkum þá sem kvótann kunna að meta.

Sigurgeir Jónsson, 4.9.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Mjög gott ljóð hjá þér sem segir svo margt um hinn mannlega þátt,
og hvernig hann má virkja til góðra verka sé vilji og þor fyrir hendi.

Lát fleiri ljóð birtast !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.9.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband