Íslenskt stjórnmálalandslag.

Seint verður hægt að segja að núverandi ríkisstjórnarflokkar hafi klifið hugsjónatinda hvað varðar frumkvæði eða framtakssemi það sem af er kjörtímabili.

Óvenjumikið flakk ráðamanna á erlenda grund hefur birst sjónum almennings, frá fyrsta degi þessarar stjórnar á sama tíma og almenningur í landinu má búa við verðbólgu og vaxtabyrði, sem og atvinnuleysi í auknum mæli.

Innbyrðis ágreiningur flokkanna tveggja hefur verið sýnilegur í Evrópumálum einkum og sér í lagi og einnig hvað varðar orkunýtingarstefnu. Forsætisráðherrann hefur látið það yfir sig ganga að ráðherrar tali sitt í hvora átt í sömu málum sem ber vott um lélega stjórnun í ríkisstjórn landsins.

Skortur á vitund þess efnis að ráðamenn þurfi að koma fram og tala kjark í fólk á tímum efnahagsþrenginga, í stað þess að sitja sem fastast í Filabeinsturninum, og bíða eftir fjölmiðlum með spurningar er birtingamynd vandræðagangs.

Engar hugmyndir hafa enn verið fram færðar af hálfu ríkisstjórnaflokkanna til þess draga úr gjaldtöku á almenning í formi skattöku, né heldur nokkrar einustu hugmyndir um framþróun hvers konar er kunna að felast í endurskoðun kvótakerfis sjávarútvegs hér á landi.

Betur má ef duga skal.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi er verið að skoða  fyrirkomulag fiskveiða.Enginn stjórnmálaflokkur leggur til að kvótakerfi skuli aflagt.Enginn þingmaður heldur.Enginn stjórnmálaflokkur nema Samfylkingin hefur það á stefnuskrá sinni að þjóðnýta aflaheimildirnar, þótt eitthvað sé hún nú að heykjast á því þegar hún horfist í augu við fyrirsjánlegar afleiðingar.Þannig að allir eru að skoða málið.Frjálslyndiflokkurinn verður að mynda sér skíra stefnu þar sem forræði ríkisins og öfgafólks við Fúlapytt,tjörnina er hafnað.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 1.9.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Sammála þér sem oftar. Ekki verður komist lengur hjá
því að endurskoða þessa stórgölluðu sjávarútvegsstefnu sem er
ekki bara að ganga fiskitofnunum dauðum, heldur sjávarbyggðunum
einnig hringin í kringum landið.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.9.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband