Að jafnræði gildi millum þegnanna.
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Stjórnvaldsákvarðanir hvers konar frá því smæsta upp í það stærsta eiga að innihalda það að jafnræði gildi millum þegna eins þjóðfélags á báðum stjórnsýslustigum.
Því miður hefur það ekki verið framkvæmd mála í raun hér á landi og ýmsar tækifærissinnaðar ákvarðanatökur um stórmál sem varða fjölda fólks, svo sem úthlutunarreglur um aðgang til að veiða fisk á Íslandsmiðum, við upphaf kvótakerfisins.
Síðar þau hin miklu stjórnmálalegu mistök, sem og framsal og leiga aflaheimilda í sjávarútvegi orsakaði og bætti gráu ofan á svart í þessu aldagamla atvinnuvegakerfi íslensku þjóðarinnar.
Það mætti líkja þessum breytingum við að Landsspítali Háskólasjúkrahús hefði allt í einu horfið á brott úr höfuðborg landsins, með atvinnu allri eitthvert út á land ásamt allri starfssemi Háskóla Íslands einnig.
Tilfærsla atvinnutækifæra og meint hagræðing í formi þess skipulags í sjávarútvegi sem enn er við lýði hefur kostað offjölgun íbúa í reynd á litlum skika lands á Suðvesturhorninu og ónóg úrræði til þess að takast á við eðlileg þjónustuverkefni.s.s samgöngur.
Á sama tíma gífurlega verðmætasóun uppbyggðra fasteigna og fyrirtækjahúsnæðis um landið þvert og endilangt sem miðuðu á áframhaldandi búsetu á landinu öllu en ekki hluta þess.
Eigi að síður er sama skattbyrði á alla landsmenn hvar sem þeir búa, ef til vill án þjónustu á höfuðborgarsvæði í formi samgangna eða skorti á grunnþjónustu mennta og heilbrigðis úti á landsbyggðinni.
Það er því ótrúlegt að gömlu flokkarnir skuli enn ekki hafa eygt sýn á nauðsyn umbreytinga á kerfi sem er í reynd afar óhagkvæmt alveg sama hvernig á það er litið.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eðlilegast er að Mannréttindadómstóll Evrópu fái mál Ásmundar Jóhannesonar til úrskurðar.Frjálslynda flokknum ber siðferðileg skylda til þess að styðja Ásmund eftir að þinmenn flokksins höfðu hvött Ásmund til að brjóta lögin um stjórn fiskveiða.Ekkert væri verra fyrir landsbyggðina en að ríkið myndi þjóðnýta aflaheimildirnar ens og virðist nú vera stefna Frjálslyndaflokksins.Þá fyrst væri hægt að segja að kvótinn hefði færst til R.víkur.Þar fyrir utan myndi það leggja sjávarútveginn í rúst ásamt landsbyggðinni.Í ofálag væri þetta sama kvótakerfið.Enginn sjómaður getur mælt með slíku, menn á sjó yrðu kauplausir miðað við það sem er í dag.Frjálslyndiflokkurinn verður að mynda sér skíra stefnu í sjávarúvegsmálum þar sem forræði ríkisins og höfuðstaðarins er hafnað.Kv.
Sigurgeir Jónsson, 31.8.2008 kl. 17:11
Sæl Guðrún.
Hafi eitthvað kerfi lagt sjávarbyggðirnar í RÚST þá er það núverandi
sjávarútvegsstefna. Fullyrðingar Sigurgeirs hér að ofan er því rök-
leysa. Fór um vestfirsku sjávarþorpin í sumar og kom við á mínum fæðingastað Flateyri. ÞVÍKLIKT HRYÐJUVERKASTARFSEMI AF MANNAVÖLDUM hafa verið framin þarna fyrir vestan. Brjálaðist nánast af heift við að upplifa þetta. Að ´það skuli vera einhverjir heilvíta menn sem VOGA sér að verja þennan andskota nær maður alls ekki upp í. Enda hefur þetta kerfi ENGU skilað nema hruni fiskistofna og byggða hringin í kringum landið.
Sá sem ekki sér þetta er BLINDUR! Og það á BÁÐUM!
Ef þetta er ekki SÓSÍALISMI ANDSKOTANS þá veit ég ekki hvað
sósíalismi er..
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.8.2008 kl. 21:35
Þjóðhagsleg óhagkvæmni þessa kerfis er því miður algjör.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2008 kl. 00:36
Ef þú vilt leggja kvótakerfi af Guðmundur þá skaltu segja að þú viljir ekki að gefin verði út kvóti í neinni tegund.Annars ertu með kvótakerfi í einhverri mynd.Ef þú vilt frjálsar kvótalausar veiðar þá skaltu segja það.Frjálslyndiflokkurinn leggur það ekki til.Ef þú vilt halda jafnræði milli útgerðarmanna þá gengur ekki að hafa kvóta á síld og loðnu en ekki í öðrum tegundum.Það væri alveg hægt að senda slíkt álitaefni til Mannréttindanefdar Sameinuðu Þjóðanna.Ég er búinn að fara vestur á firði á hverju ári síðastliðin 18 ár. Fyrstu 14 árin réri ég fyrir vestan meðan dagakerfið var, siðan hef ég farið á bíl.Ég hafði fyrir þann tíma verið á þrem bátum fyrir vestan allt frá Bolungarvík til Patreksfjarðar.Ég kom fyrst til Vestfjarða 1964.ÉG kom til Önundarfjarðar í sumar á gamlar slóðir mesta aflamanns sem ég hef verið með til sjós, Garðars Finnssonar.Þannig að ég þekki bæði Vestfirði og Vestfirðinga. Góða og slæma.Og steinblinda.
Sigurgeir Jónsson, 1.9.2008 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.