Eru heimgreiðslur til foreldra " kvennagildrur " ?

Hin stórfurðulega afstaða þess efnis að heimgreiðslur með börnum séu " kvennagildrur " segir mér það eitt hve mikið vanmat er fyrir hendi gagnvart þeim stóra þætti að foreldri geti varið tíma sínum með börnum í frumbernsku.

Tími foreldra með börnum myndar tilfinningatengsl sem gerir það verkum að einstaklingurinn nær að byggja upp sterka sjálfsmynd.

Hversu góðar og faglegar stofnanir sem við getum byggt koma þær aldrei til með að fylla það stóra hlutverk foreldranna, gagnvart börnum sínum.

Jafnframt gera heimgreiðslur það að verkum að gefa fólki val, þar sem 35.000. krónur kunna að skipta máli, hvað þetta varðar sem tekjur mánaðarlega, þegar allt er tekið saman af kostnaði við skatta af uppbyggingu stofnanna, mönnun, sköttum sem launþegar, og gjöldum við vistun svo ekki sé minnst á láglaunapólítik hvað konur varðar á vinnumarkaði.´

Það er lítið mál að tryggja að börn njóti leiksskólavistar áður en að skólaganga hefst með ákveðnum viðmiðum þar að lútandi í þessu sambandi.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband