Allt of mikil skatttaka af allt of lágum launum er ekki vitnisburður um jöfnuð.

Formaður Samfylkingarinnar var í Kastljósi kvöldsins þar sem hún kom meðal annars inn á það að flokkurinn hefði verið að vinna í velferðarmálum sem væru í anda jafnaðarhugsjónarinnar.

Er það í anda jafnaðarhugsjónar að skattleggja laun á vinnumarkaði sem illa eða ekki nægja til framfærslu einstaklinganna ?

Hvað veldur því að þorri fólks ekki hvað síst í opinberri þjónustu, í heilbrigðis og menntakerfum hefur mátt búa við það að taka laun sem eru fjarri því sem viðgengist hefur sem svokölluð markaðslaun ?

Á sama tíma og fyrirtæki og fjármagnseigendur greiða lægri skattprósentu af tekjum.

Flest allar launahækkanir hafa mátt þýða aukið álag starfa allra handa, meira og minna og frávera foreldra frá börnum sínum í slíku umhverfi sist til þess fallin að skapa fjölskylduvænt samfélag, þegar laun einnar fyrirvinnu nægja ekki lengur.

Ég er ansi hrædd um að það þurfi að fara að stokka spilin upp á nýtt og skoða einhvern lykil þeirrar aðferðafræði sem hér hefur verið við lýði.

Ég þekki ekki þessa tegund jafnaðarhugsjónar sem uppáskrifar það að gjá milli þjóðfélagshópa í samfélaginu sé með því móti sem fyrir hendi er hér á landi nú, þar sem jafnvel styrkir eru skattlagðir hvað þá allt annað.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Á ekki bara að lækka tekjuskattinn og hafa neysluskatta í staðin af öllu nema matvælum.

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.8.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband