Hjátrúin, tár á hvarmi og stolt.

Ég er ein af þeim sem nú á síðari tímum hefi ekki haft tíma til að setjast niður við áhorf á boltaleiki, eins mjög og ég dáði allt slíkt og iðkaði á yngri árum.

Af því ég hefi ekki horft á leiki handboltaliðsins beint frá Ólympíuleikunum hingað til þá hugsaði ég sem svo að best væri að ég færi ekki að byrja á því að horfa allt í einu núna, en kveikti þó á útvarpinu á leið heim úr vinnu smá stund þegar lítið var eftir af leiknum og fékk að vita þau stórtíðindi að við værum yfir.

Ók gengum auðar götur og hringtorg við Reykjanesbraut án tafa, var ein þriggja bíla á ferð sem var afar skringilegt, vægast sagt á þessum tíma dags.

Steig út úr bílnum á planinu og heyrði öskur úr húsum í kring um mig og spennan magnaðist.

Kveikti loks á tæki til að hlusta á lýsingu og viti menn Íslendingar unnu sér silfur í handbolta á Ólympíuleikum og keppa um gullið í úrslítum.

Þetta kallaði fram tár og stolt samtímis og mér fannst ég stækka um nokkra sentimetra við alla þá gæsahúð sem fór um líkamann á þessari stund.

Frábært.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband