Tæknileg mistök ríkisstjórnarflokkanna við stjórnvölinn.

Í fyrsta lagi hefur núverandi ríkisstjórn gert þau meiriháttar tæknilegu mistök að misreikna sig í áhrifum tekjutenginga og jaðarskatta og skattkerfið því orðið að ægilegri ófreskju með refsivönd er fjötrar hópa fólks í fátæktargildrur. Í öðru lagi hafa þau stórkostlegu mistök verið gerð að sleppa því að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið með tilliti til þróunar þar á bæ. Í þriðja lagi hafa ríkisstjórnarflokkarnir gefið markaðshyggjuöflum svo mikið frelsi til handa að það hið sama frelsi er orðið að helsi og hefur snúist í öndverðu sína. Í fjórða lagi er málamyndaleikurinn um hina alfullkomnu þjónustu hins opinbera á velferðarsviðinu þar sem til dæmis kerfi almannatrygginga inniheldur lækkun bóta til öryrkja er þeir verða ellilifeyrisþegar, líkt og örorkan hverfi við það eitt. Óendanlegt magn af pillum til að lækna þjóðina svo mjög að sligar ríkisskassann. Biðlistar á sjúkrahús eftir því að borga þjónustugjöld til viðbótar við þágreidda skatta í samneysluna, og svo mætti lengi telja af mistökum sem án efa eru tæknilegs eðlis, en ekki með vitund og vilja heldur tilkomin af tækninni.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt kvitt

Ólafur fannberg, 30.11.2006 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband