Agaleysi hins íslenzka stjórnkerfis.

Lög og reglur skulu gilda í landinu, en hvað ? Eftirfylgni gildandi laga virðist eitthvað hafa tekið sveigjur og beygjur til dæmis þegar kemur að fólki sem býr út um allt í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði út um allar koppagrundir. Svo hoppar fjölmiðill á málið og fjallar um hlutina og allir hlaupa upp að borðinu og ætla að höndla málið í einni svipan með fundum á fundi ofan. Er þetta sérílenskt fyrirbæri ef til vill, hvað varðar það atriði að eftirfylgni laga sé svona og svona bara. Ég lít svo á að eftir höfðinu dansi limirnir og ef stjórnvöld hvort sem um er að ræða ríki eða sveitarfélög ganga ekki á undan með góðu fordæmi, hver á þá að gera það ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband