Hvað kostar verðlagseftirlit A.S.Í. og hver borgar ?

Ég hefi ekki orðið vör við það að hinn almenni launþegi á vinnumarkaði hafi verið spurður um það hvort hann vildi að verkalýðsfélögin stæðu í því að framkvæma verðlagseftirlit í landinu, enda flestir talið það á verksviði hins opinbera, þ.e stjórnvalda sjálfra að framfylgja reglum þar um.

Hvað kostar þetta hið sama eftirlit og hver borgar ?

Er það ekki launþeginn sem greiðir sín gjöld í félagsstarfssemina í heild ?

Það væri mjög fróðlegt að vita, hvort verkalýðsfélögin njóti styrkja til þess arna verkefnis sem og hverjir tóku ákvörðun um að hefja þessa starfssemi ?

 

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl, góð spurning hjá þér.

Með kveðju,

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 20.8.2008 kl. 10:13

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl frænka.Er ekki ASÍ tímaskekkja?Það eru sambönd Verslunarmanna, fagmanna í matvælagreinum,byggingariðnaði og svo hjá ófaglærðum er það ekki nóg til hvers ASÍ.Verðkönnun af þessu tagi er marklaus með öllu þetta þarf að vinna af nákvæmni og sátt en ekki alltaf að leita að blóraböggli.

Guðjón H Finnbogason, 20.8.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband