Stefnuleysi ríkistjórnarinnar í málefnum atvinnuveganna.

Það er með ólíkindum að enga heildarstefnumótun sé að finna af hálfu sitjandi ríkisstjórnarflokka í landinu, varðandi framþróun starfa í atvinnuvegum einnar þjóðar.

Markmið og tilgangur núverandi kerfis fiskveiðistjórnunar eru löngu hrunin, íslenskur landbúnaður á í vök að verjast þrátt fyrir gífurlega fækkun starfa í landbúnaði  á undanförnum árum.

Bæði þessi kerfi eru enn niðurnjörvuð í kvaða og haftafyrirkomulag sem hvort um sig nær útilokar nýliðun í atvinnugreinunum, þar sem við erum eftirbátar annarra þjóða í þvi efni að taka þátt sjálfbærni þar meðferðis.

Uppbygging iðnaðarframleiðslu með orkunýtingu er eitthvað sem sitjandi ríkisstjórn veit ekki hvort hún ætlar að viðhafa eða ekki, og segir eitt í dag annað á morgun allt eftir hvaða ráðherra á í hlut.

Hugmyndir eða tillögur sitjandi flokka í ríkisstjórn að uppbyggingu atvinnu á landinu öllu, hef ég ekki heyrt um, frekar en að hafa séð heildarstefnumótun í málefnum atvinnuvega í landinu.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Tek undir með þér varðandi þessa handónýtu ríkisstjórn, og bendi
á mína framtíðarsýn varðandi stjórnmálin á Íslandi í pisli mínum í dag.
Og endurtek stuðning minn við að sjávarútvegsstefnan verði endur-
skoðuð frá grunni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.8.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ólafur.

Lýðræðisþróun er umhugsunarefni það tek ég undir, og það veltur mikið á því hvaða vegu flokkar feta í því efni, en jafnframt er það einstaklinga að þoka áfram því sem betur má fara.

Þar er hundrað verk að vinna.

Sæll Guðmundur.

Þarf að kíkja á hann.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.8.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband