Samskipti í stjórnmálum.

Sat stórgóðan fyrirlestur sálfræðings i dag, um samskipti, vinnu minnar vegna sem skólaliði i grunnskóla.

Við skólastarfsmenn setjumst nefnilega ár hvert á skólabekk og fáum fræðslu fyrir komandi skólaár.

Óhjákvæmilega varð mér hugsað til þess í ljósi atburða í pólítikinni, á sviði sveitarstjórna í Reykjavík, hve mikilvægt það er að menn séu þess umkomnir að leysa úr ágreiningi og greina aðalatriði frá aukaatriðum í því efni.

Málefni ofar mönnum, af hálfu þeirra sem kosnir eru til þess að fara með vald hvers konar, í þjónustu við fólk. 

" Ég um mig frá mér til mín " pólítikin, verður mörgum að falli, svo ekki sé minnst á " eitt í dag og annað á morgun " eða þegar menn sannfærast um að flokkurinn hafi yfirgefið þá en þeir ekki flokkinn, þó þeir hafi sagt sig úr honum.

Allt er þetta óendanlegt rannsóknarefni á hinu pólítiska sviði, og alla jafna bæta fjölmiðlar um betur þegar fréttir greina frá því að þessi sagði þetta og hinn hitt ,klukkan þetta og enginn er nær um hvor segir satt.

Eitt er víst góð boðskipti þar sem menn gera sig skiljanlega, um hvað þeir meina og vilja, greiðir leið.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Míkið rétt. Ekkert er viðbjóðslegra er PERSÓNULEGT framatot í pólitík.
Stjórnmál eiga að snúast um HUGSJÓNIR númer eitt tvö og þrjú, og
sem menn sigra eða fala með.  Sá sem hefur ákveðna pólitiska
sannfæringu, á að standa á henni, þannig að stuðningmenn viðkomandi geti TREYST því. Allt annað eru svik við kjósendann.
Auk þess þurfa stjórnmálamenn að vera ætíð í stöðgugu og góðu
sambandi við sína umbjóðendur...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband