Skattar eru stjórntæki í efnahagslífinu, þar þarf ákvarðanatöku til framþróunar.

Þegar svo er komið að hið opinbera er farið að bíta í skottið á sér í formi skattöku alls konar og skattleggja styrki hins opinbera á sviði mennta og víðar, þá er nægileg forsenda til þess að endurskoða hinn upphaflega tilgang og markmið þess kerfis sem við lýði er.

Sama máli gegnir um allt of háa tekjuskattsprósentu til handa vinnandi fólki í landinu, og allt of lága upphæð persónuafsláttar á móti. Skattkerfið er þess valdandi að hvetja til ofálags á verkafólk, sökum lélegra launa með offari hins opinbera í skatttöku, þar að lútandi.

Verkalýðsfélögin hafa því miður ekki staðið vörð um hagsmuni umbjóðenda sinna við að semja um kaup og kjör í þessu ástandi.

Hinn endalausi kostnaður við það atriði að reikna út alls konar tekjuskerðingar af hálfu hins opinbera hér og þar í formi staðgreiðsluskatta, sem ári síðar þarf ef til vill að reikna út til endurgreiðslu, þýðir það að verið er með fjölda fólks á launum við að færa krónur úr hægri vasanum yfir í þann vinstri, sitt á hvað.

Vonandi er að fjármálaráðherrrann sem loksins er farinn að tala um heildarhagsmuni beiti sér fyrir endurskoðun skattaumhverfsins, með tilliti til þjóðarhagsmuna í þvi efni.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband