Í þágu hverra skal markaðsþjóðfélag vera ?

Mín hugmynd um markaðsþjóðfélag er sú að þar færi hið opinbera frá sér verkefni til handa einstaklingum í landinu án þess þó að stórfyrirtæki geti í krafti stöðu sinnar sölsað undir sig einstök verkefni ellagar meginhluta markaðar þannig að til verði einokun og skortur á samkeppni verði niðurstaða í því efni.

Kvótakerfið er sorglegt dæmi um óhagkvæmt markaðsskipulag þar sem markaðsmódelið var að gera óveiddan fisk úr sjó að brasksöluvöru  á þurru landi sem aftur leiddi til óhóflegrar verðmyndunar, skuldaaukningar fyrirtækjanna og brotthvarfi þeirra af hlutabréfamarkaði hér skömmu eftir innkomu.

Hin gífurlega peningaumsýsla sem lögleiðing þessa skipulags hafði í för með sér, ásamt ófyrirséðum alfeiðingum á byggðaþróun í landinu, og þenslu á höfuðborgarsvæðinu, verðlausum eignum uppbyggðum fyrir skattfé um allt land, hefur aðeins þýtt óhagkvæmni á heildina litið.

Einhver hluti þingmanna úr öllum flokkum er sitja á Alþingi Íslendinga öðrum en Frjálslynda flokknum eiga þátt í þvi að hafa samþykkt markaðsskipulagið sem við lýði er enn í sjávarútvegi og sökum þess hefur illa eða ekki fengist umræða um alla þá hina miklu óhagkvæmni á þjóðhagslega vísu sem kerfisskipulagið inniheldur.

Markaðsmál á öðrum sviðum eru heldur ekki til að hrópa húrra fyrir því fer svo fjarri og sambland matvörufyrirtækja á markaði með eignarhald á fjölmiðlum, og ýmsu fleiru er með ólíkindum ef grannt er skoðað og sami grautur í sömu skál, er fyrir hendi.

Á sama tíma er ríkið sjálft með eigin forsjá nær 50 % umsvifa atvinnu í landinu í opinberum verkefnum sem ekki hafa verið færð einstaklingum í hendur.

Bankar seldir úr ríkiseigu með axlabönd og belti verðtryggingar líkt og ekkert væri sjálfsagðara, án þess þó að sjá mætti fyrir þau hin sömu áhrif verðtryggingar sem þar komu til á efnahagslif einnar þjóðar.

Aðkoma stjórnmálamanna að því að útbúa eðlileg skilyrði markaðar á Íslandi er ekki nægileg og afar slæmt þegar sjónarmiðin eru þau að dansa eftir því sem er .í stað þess að taka ákvarðanir um nauðsynlega endurskoðun þeirra hinna sömu skilyrða, þegar sýnilegt er að þau þjóni ekki upphaflegum tilgangi.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband