Borgarstjóri er ekki í Frjálslynda flokknum.

Sitjandi borgarstjóri er ekki Frjálslynda flokknum, frekar en ýmsir þeir aðilar er sá hinn sami hefur skipað til hlutverka í ráð og nefndir borgarinnar, og er þar um að ræða fólk sem tók þátt í þingkosningum að hluta til fyrir síðustu kosningar hjá flokki Ómars, sem ekki náði mönnum á þing.

Þetta hafa fjölmiðlar enn sem komið er ekki kosið að rýna í þótt þar sé um að ræða vægast sagt stórar siðferðisspurningar í þvi sambandi gagnvart þvi atriði að kippa fólki inn í ráð og nefndir sem engan veginn hafa tengst viðkomandi framboði til kjörs ellagar eru félagsbundnir í  öðrum stjórnmálaflokkum.

Slík aðferðafræði á sveitarstjórnarstiginu er ekki til eftirbreytni að mínu viti, og skipan mála í höfuðborg landsins og sú pólítík sem þar hefur verið rekin undanfarið kjörtímabil, er engum til sóma, hvar í flokkum sem menn standa og miklu meira en nauðsyn að þar komi nýtt fólk að borðinu.

kv.gmaria.

 

 


mbl.is Tæp 2% borgarbúa kysu F-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Ég er sammála þér. Þótt ég botni hvorki upp né niður í Frjálslynda flokknum finnst mér þetta flokkaflikkflakk Frjálslyndra í borginni áfall fyrir lýðræðið í landinu. Kjósendum Frjálslyndra var gefið langt nef.

Og sama ætti að eiga við með Alþingi. Það er eitt að þingmenn greiði atkvæði á þingi eftir sinni bestu samvisku. Annað þegar þeir geta ekki samvisku sinnar lengur verið fulltrúar kjósenda sinna. Þá eiga þeir að víkja en ekki rjúka í annan flokk gera þar með atkvæði flokksins í Alþingiskosningum dauð og ómerk. 

Eða öllu heldur færa þau næsta flokki á silfurfati.

Kolgrima, 8.8.2008 kl. 04:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það þarf að setja reglur um þetta.  Mér finnst að bæði þingmenn og kjörnir fulltrúar flokka eigi að virða stefnuskrá flokka sinna, því það er jú út á þær sem fólk kýs, en ekki eftir persónulegum óskum hvers og eins, nema það sé að fylgja einhverjum sem vill knýja fram eitthvað fyrir sitt umdæmi á kostnað alls landsins.

Ég tek heildhugar undir það með Gmaríu að Ólafur F. er ekki í Frjálslyndaflokknum, hann var aftur á móti í Íslandshreyfingunni.  Það þarf að koma því á framfæri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Agný

bara svona bloggvina innlits kvitt gmaria..Hef verið alltof léleg í þeirri deildinni í langan tíma. Kær kveðja ..P.S. Ég sé hér að blessuð pólitíkin er alltaf sama loðna og lubbalega tíkin (ekki krúttleg samt..)..það breitist víst ekkert...

Agný, 8.8.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég hélt að Ólafur væri genginn í íslandshreifinguna . kv .

Georg Eiður Arnarson, 8.8.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mikið rétt, Ólafur er í Íslandshreyfingunni og hefur kallað menn úr henni til liðs við sig.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.8.2008 kl. 22:34

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl frænka. Ef ég væri í X-F væri ég ekki ánægður að ruggludallur eins og Borgarstjórinn er væri að kenna sig við flokkinn og ekki veitir ykkur af athvæðum.En hefur þú trú á því að framsóknarmaðurinn taki við af honum í meirihlutanum þegar X-D fær sætið?

Guðjón H Finnbogason, 10.8.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband