Erfiðir tímar kalla á aukna vinnu við stjórn landsins, ekki andvaraleysi.

Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa við völd hér á landi flokka sem virðast fjarlægir vitund um afkomu þegnanna þar sem hvoru tveggja kaupmáttur launa og eignir brenna upp á báli óðaverðbólgu og menn láta sem svo að ekki þurfi einu sinni að ræða vandann.

Hve oft og hve lengi hefur landsmönnum verið talin trú um að litlar launahækkanir á undanförnum árum væru undir þeim formerkjum að tryggja hér stöðugleika í einu samfélagi ?

Hvernig væri að aftengja neysluvísitölu verðlagsþróun eins og gert var hér á árum áður, þegar allt var á niðurleið en aldrei hefur verið ríkari ástæða hér þar sem einkum tvennt skekkir myndina oliuverðshækkanir og launaþróun þjóðfélagshópa þar sem himin og haf skilja á milli í krónum talið ?

Það er löngu kominn tími til aðgerða stjórnvalda gagnvart almenningi í landinu sem situr eftir með verðtryggingu og vexti fjárskuldbindinga til handa fjármálastofnunum, sem taka  meðal annars mið af stórfurðulegu meðaltali launa í landinu sem "verðlagsþróun" og neysluvísitölu.

Það væri nú aldeilis fínt ef skattleysismörkin hefðu hækkað í samræmi við þá hina sömu þróun en svo er aldeilis ekki um að ræða í því sambandi.

Sitjandi ráðamenn við stjórnvölinn hvoru tveggja þurfa og verða að sýna að þeir hinir sömu séu starfi sínu vaxnir að öðrum kosti eiga þeir að víkja.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrun.

Þetta er aumasta ríkisstjórn sem sitið hefur á lýðveldistímanum að
mínu mati. Enda gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki valið verri farkost en
Samfylkinguna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.8.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl kæra Guðrún María.Þetta fólk er búið að sanna svo eigi verður um villst að það er ekki starfi sínu vaxið.Það er þörf á breytingum ekki seinna en nú!!!!Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir herramenn báðir tveir.

Alveg sammála.

kær kveðja.

gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.8.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband