Skattafrumskógur stjórnvalda hér á landi.

Það er löngu tímabært að hafin verði heildarendurskoðun á skattalagaumhverfinu hér á landi, með tilliti til þess annars vegar að tekjustofnar skili sér í þjónustuverkefni og hins vegar að skattkerfið standist jöfnunarreglu stjórnarskrárinnar gagnvart þegnunum.

Í mörg ár hafa sveitarfélögin óskað eftir því við ríkið að fá hlutdeild í fjármagnstekjuskatti en ekki orðið að þeirri ósk sinni, sem aftur gefur augaleið um hve mikið misræmi er að ræða varðandi fjölgun einkahlutafélaga með starfssemi í landinu og þeim skorti á tekjum sem þau hin sömu hafa til verkefna.

Mismunur þess að greiða 10 % fjármagnstekjuskatt og þess að greiða 35,72 % tekjuskatt, er mikill en Pétur og Páll sem búa hlið við hlið í sömu götu í sama sveitarfélagi, búa við þetta kerfi af hálfu stjórnvalda, þar sem Páll sem greiðir tekjuskattinn leggur sitt til sveitarfélagsins en Pétur sem greiðir sinn fjármagnstekjuskatt, fær hann ekki til baka í þjónustu í sínu sveitarfélagi.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband