Eftirlit með lyfjaiðnaði í heiminum.
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Það atriði að stjórnvöld í hverju landi fyrir sig séu í stakk búin til þess að hafa uppi öflugt eftirlit með framboði lyfja á markaði og gæðum er afar mikilvægt.
Þar liggur meginhlutverkið á herðum lækna hvað varðar það atriði ávísa lyfjum við hvers konar kvillum sem og að vita um ágæti þeirra hinna sömu ávísanna til handa heilbrigði sjúklinga.
Þrýstingur lyfjafyrirtækja til þess að fá markaðsleyfi fyrir lyfjum á markað , er án efa mikill og markaður með samheitalyf hvers konar við hvers konar kvillum, sem samkeppnishæft geti talist gæðalega, er væntanlega forsenda þess að leyfisveiting eigi sér stað.
Lægra verð þar sem læknar eru undir þrýstingi stjórnvalda um sparnað, varðandi ávísanir á ódýrari samheitalyf, hlýtur að verða lóð á vogarskálum bestu vitneskju þeirra hinna sömu um hið rétta í því sambandi þar sem þeir verða að treysta á forsendur leyfisveitingar gæðaeftirlits.
ER þetta gæðaeftirlit í lagi ?
Ég hefi efa um það atriði ekki hvað síst vegna reynslu á eigin skinni þar sem mér var ávísað samheitalyfi við sams konar vandkvæðum og áður höfðu hrjáð minn líkama og lyf læknað sem voru frumlyf, en samheitalyfið olli vægast sagt bráðaofnæmi þar sem hendurnar loguðu eldrauðar og í andlitið komu svipuð viðbrögð.
Fullyrt var við mig að sömu innihaldsefni væri um að ræða í samheitalyfinu en læknar þorðu ekki að ávísa mér frumlyfinu vegna þess, og ég mátti sitja uppi með all mikil óþægindi og marið bak um tíma lyfjalaust vegna þessa fyrir nokkrum árum síðan.
Það væri betur að ég væri ein um þessa sögu af samheitalyfjum en svo er ekki og síðar hefi ég fengið að vita að fleiri hafa upplifað aðra verkun lyfja sem sögð eru þau sömu.
Þarna er eitthvað að í gæðaeftirliti, annað fæ ég ekki séð og leyfisveitingar um samheitalyf hljóta að þurfa að uppfylla sömu verkun til handa sjúklingum.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hippokrates.
Ég datt í hálku, skall kylliflöt á bakið og hélt ég hefði brotið mig en gat staulast á fætur og inn í skóla þar sem ég starfa, og fór þar beint til hjúkrunarfræðings sem skoðaði mig og taldi mig óbrotna. Ég vann því áfram gegnum vinnudaginn þann, en næsta dag steig ég varla upp úr rúmi og fór á slysadeild til skoðunar. Niðurstaðan var að ég hefði hvoru tveggja marist og tognað illa og mér skaffað Vóstar í stað Voltaren Rapid sem ég hafði áður fengið við þursabiti í bak.
Vóstar orsakaði það sem ég lýsti hér áður.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.8.2008 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.