Er verkalýðshreyfingin í sumarfríi ?

Það heyrist lítið sem ekki neitt í verkalýðsforystunni þessa daganna, þótt kaupmáttur launa og samninga sem gerðir hafa verið á vinnumarkaði hljóti að hafa raskast verulega.

Því til viðbótar eru gjaldþrot á gjaldþrot ofan og atvinnumissir fjölda fólks.

Hverjum er ætlað að standa vörð um hagsmuni hins almenna launamanns i landinu ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Guðrún, mætti ekki spyrja sig, hvar eru félagsmenn verkalýðsfélaganna? 

Hvernig væri nú að þeir létu í sér heyra.  Þetta eru þeirra hagsmunafélög sem bera að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. 

Ef forysta félaganna stendur sig ekki ber að skipta um forystu. Launmenn í landinu verða að vera vakandi yfir eigin hagsmunum.

Sjáumst.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 5.8.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

  Ein aðal ástæða langlundargeðs ASÍ og launþegasamtakanna
gagnvart þeirri vá sem við blasir gagnvart íslenzkum lunþegum, eru
stek tengsl þeirra og Samfylkingarinnar. Því þarf að hreinsa til bæði
í ríkisstjórn og launþegasamtökunum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.8.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ásgerður,

já , það er alveg rétt, það þarf að virkja hinn almenna félagsmann til að veita aðhald.

Sæll Guðmundur.

Mikið rétt, og sem aldrei fyrr er þögn ASÍ, nú ástandið í þjóðfélaginu óþolandi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.8.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband