Ríkisforsjárhyggjuformúlan og hið meinta " markaðssamfélag ".

Ríkisumsvif og alls konar skilyrðaflóð stjórnvalda um það hvernig einstaklingar verði að haga sér í íslensku samfélagi á sama tíma og stórfyrirtækjum hefur verið sleppt lausum út á túnið á beit, er all undarlegt fyrirbæri á síðari tímum hér á landi.

Því miður er það nokkuð í ætt við einokunar og lénsherraskipulag það sem Íslendingar máttu upplifa á öldum áður en er nú kallað hér á landi " markaðssamfélag " .

Nær helmingur vergra þjóðarútgjalda fer í umsvif hins opinbera sem ekki hefur fært verkefni frá sér til einstaklinga í þeim mæli sem vera ber.

Örfáir aðilar hafa nú yfir að ráða veiðiheimildum til þess að fiska á Íslandsmiðum eftir eitt það mesta ævintýrabrask sem um getur með heimildir til veiða á þurru landi millum manna sem illu heilli var leitt í lög á Alþingi Íslendinga.

Örfáir aðilar drottna og dýrka yfir matvörumarkaði í landinu.

Örfáir aðilar hafa með fjölmiðlamarkað að gera og ríkið einn af þeim.

Svo mætti lengi telja en hvar er frjáls samkeppni þar sem einstaklingurinn hefur möguleika til þess að hasla sér völl án þess að selja sig einokunarfyrirtækjum á meintum markaði ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband