Veldur skattkerfið, og prósenta í tekjuskatti, launaþenslu eitt og sér ?

Þegar láglaunamaðurinn finnur varla hvata til vinnu eftir greiðslu skatta af sínum 124 þúsund krónum í heildarmánaðarlaun, til síns samfélags, hvað þá með þá sem hærri hafa laun ?

Ofsköttun atvinnutekna skilar sér illa eða ekki, og alls konar endurgreiðsutilraunir hins opinbera í formi vaxtabóta sem eingöngu nýtast þeim sem eiga eignir og búa í þeim, öðrum ekki þýða þar sértæk úrræði til handa ákveðnum þjóðfélagshópi er skuldar, hinir mega eiga sig.

Reyndar eru húsaleigubætur til staðar en eins og endurgreiðsla í formi vaxtabóta kostar það úrræði sitt við allra handa útreikninga og ráðstafanir í praxís.

Því til viðbótar greiða allir virðisaukaskatt af vöru og þjónustu , ásamt þjónustugjöldum allra handa við leitun í heilbrigðisþjónustu og ýmsa aðra þjónustu hins opinbera.

Skyldi þurfa að skoða skattkerfið ?

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband