Burt með verðtryggingu fjárskuldbindinga, hér á landi.

Hve mörg ár þarf hinn vinnandi maður að horfa á rýrnandi kaupgetu launanna við að greiða afborganir af lánum  meðan stjórnvöld huga ekki að afnámi verðtryggingar ?

Verðtryggingar þar sem fjármálastofnanir þurfa enga áhættu að taka af þróun verðlags en mismunurinn lendir á lántakanda eingöngu.

Það er með ólikindum að hér skuli ríkisbankar verið einkavæddir og seldir með verðtryggingu þeirra hinna sömu, sem kaupbæti á kostnað fólksins i landinu. 

Annað hvort eru markaðslögmálin með eðliegum forsendum eða þau eru það ekki.

Að mínu viti skortir þar verulega á skilning sitjandi valdhafa við stjórnvölinn.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ef þú hefðir keipt 1 kíló af gulli fyrir 2000 árum og ávaxtað það með þeim vöxtum sem eru lagðir á verðtygð lán hér á landi, væri gullið orðið þýngd jarðarinnar í dag.

Allt á jörðinni rýrnar eða eyðist nema verðtrygðar íslenskar krónur, enda er þetta séríslenst fyrirbrygði.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.8.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Verðtryggð lán eru þá líkast í sama flokki og jarðir á eldgosa eyju, eitthvað sem aldrei rýrnar, aðeins vex :)

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.8.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú gæti farið að reyna á það hvort Frjálslyndi flokkurinn vill lifa eða deyja.Verðtrygginginer eitt af því sem Frjálslyndiflokkurinn gæti reynt að afnema kæmist hann í ríkisstjórn.Guðjón Arnar félags og tryggingaráðherra og Jón Magnússon dómsmálaráðherra væri trygging fyrir því að flokknum myndi vaxa ásmegin ásamt því að þjóðnýtingarstefna flokksins í sjávarútvegi yrði aflögð.Frjálslyndi flokkurinn á að vera miðjuflokkur með frjálsa skoðanamyndun sem eltir ekki vinstri öfgamenn á sviði umhverfirverndar eða þjóðnýtingar.Ef frjáls hugsun og stefna fær að njóta sín er næsta öruggt að flokkurinn gæti farið í 20 prósent í næstu kosningum.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 1.8.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Auðvitað átti fyrir löngu að vera búið að hefja afnám
verðtryggingar. Hún er meiriháttar tímaskekkja og ruglar allt fjár-
málakerfið borið saman við nær öll önnur lönd.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.8.2008 kl. 21:09

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll og takk fyrir innlitið.

Það er rétt Guðmundur verðtryggingin ruglar allt fjármálakerfið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.8.2008 kl. 01:01

6 identicon

Verð að spyrja,   til hvers er verðtrygging???

hill billy (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband