Ógnvænlegar uppsagnir í gangi í voru samfélagi.

Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér , hver áhrif atvinnuleysi í þeim mæli sem horfir muni hafa á efnahag fólks í landinu.

Það er vægast sagt lélegur vitnisburður um öflugt markaðssamfélag sem stjórnvöld hafa viljað guma sig af, að fyrirtæki þurfi að segja upp öllum starfsmönnum til að forða gjaldþroti.

Hvað með almenning í landinu ?

kv.gmaria.


mbl.is Öllum sagt upp hjá Ræsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

 Já, Það er óhætt að segja að nú séu viðsjárverðir tímar!

Og heyrðir þú um framkomuna við starfsmenn " MEST" sem Glitnir ætlaði að kúga til hlýðni og undirgefni.

Hvað er það sem Bankarnir geta ekki leyft sér. Þeir eru eins og maður með "SVEÐJU" í blómabeði.

Lifðu heil.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 02:46

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl kæra Guðrún, takk fyrir síðast. Pistlar þínir hér eru ætíð góðir og fróðlegir en ég er bara svo fja  löt að commentera hér á blogginu en geri það í símasambandi við þig eins og þú þekkir.

Ástandið framundan er hræðilegt, hugsaðu þér allar fjölskyldurnar sem standa að baki uppsögnunum hjá Mest.   Allir þeir einstaklingar sem  fá ekki launin sín til að standa í skilum og að framfleyta sér.  Ég finn til í hjarta mínu fyrir hönd þessa fólks.  Ekki vantaði auglýsingarnar hjá því fyrirtæki á tímabili og þá fóru margar bjöllur að hringa í mínum kolli.  Þeir sem stóðu þar við stjórnvölinn eru ekki hæfir. Tel mig vera dómbæra á því sviði, þar sem ég hef verið í viðskiptum frá 18 ára aldri og er enn. 

Með vinarkveðju, 

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 31.7.2008 kl. 18:59

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

  Það mun ekkert gerast að viti í íslenzkum efnahagsmálum fyrr en
þessi duglausa og ráðþrota ríkisstjórn fari frá. Og það sem fyrst.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.7.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Þórarinn.

Já það eru sérkennilegir tímar svo mikið er víst.

Sæl Ásgerður, takk fyrir það.

Hef sömu tilfinningu og þú varðandi það ástand sem uppi er.

Sæll Guðmundur.

Sammála.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.8.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband