Norðmenn mynda brottkast fiskjar í Norðursjó.

Norskt skip var myndað af norsku landhelgisgæslunni við þá iðju að henda veiddum fiski í sjóinn, sem sjá mátti í fréttum í kvöld.

Að við skulum með heilli há geta tekið undir slíka verðmætasóun sem kerfi fiskveiða innihalda er ótrúlegt meðan hluti mannkyns hefur ekki í sig eða á. 

Þvílik verðmætasóun ætti að vera saknæm og kerfi fiskveiða að innihalda það atriði að ALLUR VEIDDUR FISKUR skyldi að landi borinn.

Hve lengi á slík umgengni við auðlind sjávar að lýðast af ´hálfu viti borinna manna ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband