Landeigandi getur hamlað för manna um lönd sín.

Ekki skil ég nokkurn hlut í því sem hér er haft eftir Sigurði Líndal, og er fyrirsögn þessarar fréttar.

Mér kemur það verulega spánskt fyrir sjónir að " menn verði að þola ferðir manna um lönd sín " og ég spyr síðan hvenær ?

 Annars tek ég skringilegt í þessu máli varðandi það atriði að setja upp skilti við veg að strönd að þar taki ekki einhver opinber aðili ábyrgð í málinu með almannnaheill í huga.

Hin nýja tíska er hins vegar að vísa hver á annann, því miður.

kv.gmaria.


mbl.is Þurfa að þola saklausa för um lönd sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður byggir þetta á miðaldalögum, Guðrún – lögum sem enn eru góð og gild, en þau varða þó fyrst og fremst umferð gangandi fólks og ríðandi um landareignir, á leiðum sínum frá einum stað til annars. Það þarf ekki að sneiða í krók fram hjá landareign sem er þar í beinni leið; og það má tína þar upp í sig ber eða söl á leiðinni. Það er einnig bannað að tálma mönnum ferð með strönd vatna – allra vatna (nema á vatnsverndarsvæði) – skv. nýrri lögum. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 31.7.2008 kl. 01:40

2 identicon

Eins og fyrri daginn er mjög erfitt að fatta hvað þú átt við, Gmaría. Hvort ertu að furða þig á því að fólk megi ganga yfir landareignir annara eða að hægt sé að takmarka för fólks ?

Hvað varð annars um þetta öfluga borgarmálafélag flokksins þíns ? er það satt sem hvíslað er á götunum að ósamlyndið sé svo mikið að ekki sé hægt að halda einn fund hávaðalaust ?

Bríet (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband