Er sagan um Bakkabræður hluti af stjórnmálum dagsins í dag ?
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Þegar svo er komið að sitjandi stjórnvöld í landinu þora ekki að taka fæturna upp úr vatni stjórnvaldsathafna til þess að axla ábyrgð athafna sinna þá er illa komið.
Samfylkingin er að vísu nýkomin í ríkisstjórn og hafði fyrir stjórnarsetu gagnrýnt fyrri samstarfsflokk Sjálfstæðisflokks , Framsóknarflokkinn harðlega.
Raunin er hins vegar sú að tilkoma SF í stað Framsóknarflokks hefur engu breytt utan það atriði að geta ekki talað fyrir stefnu sitjandi ríkisstjórnar í stjórnarsáttmála sem gerður var heldur á móti honum að hentugleikum til þess að dansa um sem línudansarar tækisfærismennsku allra handa við hin ólíklegustu tækifæri.
Forsætisráðherra hefur því verið að leiðrétta hitt og þetta svo sem varðandi ESB áherslur sitt á hvað á þeim tíma sem stjórn þessi hefur starfað.
Betra Ísland og Fagra Ísland eru þar orð á blaði, í frumskógi þeim er framgangi markaðshyggjulögmála hefur verið fundinn farvegur og efnahagsástand þjóðarinnar og afkoma almennings í landinu eins konar afgangsstærð í flakki ráðamanna um víða veröld í framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Framboðstilstandið hefur þó ekki orðið til þess að hægt væri enn sem komið er að hefjast handa við leiðréttingu mannréttinda hér innlanlands í gölluðu kerfi atvinnuvega er hamla aðkomu manna að atvinnu við fiskveiðar.
Sú hin sama hneisa situr því enn á herðum stjórnvalda og þar hefur enginn þorað að taka fæturna upp úr vatninu frekar en Bakkabræður forðum daga.
kv.gmaria
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ÓVIRÐINGvið Bakkabræður að líkja íslensku ríkisstjórninni við þá.
Jóhann Elíasson, 30.7.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.