Hraðferð í Þykkvabæinn í dag.

Rétt tyllti við fæti í Þykkvabænum í dag en þar var Kartöflusúpudagur en einnig var þar uppsett að hluta menningarsögulegt verkefni þar sem verið er að færa gamlar myndir af húsum á álþynnur og síðan á skilti við bæina.

Stórkostlegt framtak, svona við ég sjá sögu landsins færða millum kynslóða eins og þarna er verið að gera.

Þúsund ára sveitaþorpið Þykkvibær, geymir mikla sögu um dugnað og atorku manna til að hemja náttúruöflin þar sem hlaðin var varnargarður með handafli til að varna ágangi ánna yfir tún og engi.

Óska Þykkbæingum til hamingju með gott framtak.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband