Sjávarútvegsráðherra þarf að bregðast við eins og skot.

Það er gjörsamlega óviðunandi að menn hendi fiski vegna þess núverandi fiskveiðilöggjöf inniheldur sektarákvæði þess efnis að koma með þorsk sem meðafla að landi.

Markaðurinn fylgiblað Fréttablaðsins greinir frá því að frásagnir séu um stórfellt brottkast á Íslandsmiðum.

Við því hinu sama þarf að bregðast og það eins og skot og heimila mönnum að koma með meðafla að landi í stað þess að henda honum aftur í sjó.

Það hefur verið á það bent að annmarkar þess veiða aðra stofna við svo mikla þorskaflaskerðingu sem til staðar er hér nú, valdi vandræðum og er það afar skiljanlegt.

Sjávarútvegsráðherra þarf að vera á vaktinni og bregðast við slíku, að öðrum kosti er verðmætum sóað.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband