Var almenningur gerður að galeiðuþrælum einkavæðingar á Íslandi ?

Fjarlægð manna frá raunveruleikanum hefur verið stórfurðuleg lengi hér á landi og fólk mátt lesa um ofurlaunasamninga forstjóra í fjármálafyrirtækjum sem og fyrirtækjum í einkageira þar sem upphæðir launa voru á annarri pláhnetu en þeirri sem íslenskt verkafólk lifir á.

Aukinn kaupmáttur launa hefur ekki verið sýnilegur nema til handa hluta af þjóðinni undanfarna áratugi, enda skattar ekki lækkað svo neinu nemi til handa hinum vinnandi manni.

Andvaralaus verkalýðshreyfing í landinu hefur látið allt yfir sig ganga í þessu efni.

Hluti sjómanna var gerður að leiguliðum hjá stórútgerðarmönnum við hið ævintýralega fjármálabrask sem innleitt var í fiskveiðistjórnunarkerfið undir formerkjum hagræðingar og óhagkvæm byggðaþróun skipulagsins leiddi  samt ekki til þess að sitjandi stjórnmálamenn við stjórnvölinn hefðust handa við endurskoðun áratugum saman.

Innkoma fjármálastofnanna á húsnæðismarkað með lánasstarfssemi, var það með vitund og vilja stjórnvalda í landinu eða höfðu menn misst tökin á því meinta frelsi sem ætlað var að yrði almenningi til hagsbóta ?

Núverandi ríkisstjórn situr með fætur ofan í vatni efnahagsöngþveitis og gefur lítil sem engin skilaboð um hvert ferðinni sé heitið.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hæ Gunna, langt síðan ég hef heyrt í þér :)

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.7.2008 kl. 01:33

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

þú átt ekki að vera að pæla í þessu, mættu bara í vinnuna í fyrramálið !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 23.7.2008 kl. 01:35

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ester sömuleiðis.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.7.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband