Fé án hirðis ?

Um allt land er ræktað land sem enginn hugsar um eða nýtir til hagsbóta fyrir land og þjóð enn sem komið er , land sem þó gefur þá möguleika að nota það og nýta til landbúnaðarframleiðslu í sátt við móður náttúru hvers konar.

Mér best vitanlega hefur engin úttekt farið fram af hálfu stjórnvalda í landinu á því hve mikið ræktað land er nú án nytja á Íslandi.

Lífrænn landbúnaður hefur ekki fengið þann sess hér á landi sem til staðar er erlendis enn sem komið er til jafns við hinn hefðbundna landbúnað þrátt fyrir hin ótalmörgu tækifæri sem liggja í farvegi lifrænnar ræktunar hvers konar, nú einnig til framleiðslu orkugjafa sem eldsneytis til viðbótar matvælaframleiðslu.

Stjórnvöld hafa ekki hugsað um að taka upp búsetustyrki til þess að sporna gegn fólksflótta á fjölbýlli svæði og hafa þannig möguleika að hafa fólk að störfum víða um land við ný sóknarfæri.

Það er slæmt og þessi mál þarf að skoða mun betur en verið hefur til þessa.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Mæltu manna heilust GMaría... Þarna eru vissulega miklir möguleikar sem eru vannýttir. Ég undra mig á af hverju þeir eru ekki nýttir eins og við eigum mikið land sem hægt er að rækta og framleiða alls kyns hráefni til matvælaframleiðslu  og jafnvel eldsneytis eins og þú segir. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Kolla það má skoða margt mun betur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.7.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband