Tilvist og tilvera byggðanna þýðir atvinnu fyrir fólkið.

Til hvers að bæta samgöngur ef engin er atvinna fyrir fólk á þeim stöðum sem mannvirki eru til staðar íbúðarhúsnæði jafnt sem iðnaðarhúsnæði af ýmsum toga ?

Nýliðun í fyrrum aðalatvinnugreinum þjóðarinnar sjávarútvegi og landbúnaði er því miður lítil sem engin enda fjármagnskostnaður til handa einstaklingum til aðkomu í þessum kerfum báðum ekki nema fjársterkum aðilum möguleg eins og skipulagið er í dag. Með öðrum orðum frelsi einstaklinga til athafna er skert. Þetta er vægast sagt mjög slæmt í þjóðfélagi sem vill kenna sig við frelsi almennt, að skipulagið sjálft geri það að verkum að allt að því einokun sé við lýði varðandi aðkomu einstaklinga að atvinnugreinum.

Möguleikar landsbyggðarinnar  hafa því verið vægast sagt lítilfjörlegir en stjórnvöld ómögulega getað eygt það atriði að skipulagssystem atvinnuvegakerfanna væri þar aðalsökudólgurinn.

Þess í stað hafa þau kosið að horfa framhjá vandanum með einhvers konar málamyndaorðahjali um tilfærslu starfa út á land sem engin hefur orðið að heitið geti.

Skipulag hinna aldagömlu aðalatvinnuvega þjóðarinnar þarf að færa til þess nútíma sem þjóðir heims lifa við með framleiðslu og útflutning fullunninna afurða sem finna má til lands og sjávar.

Fullunninna afurða er skapa arðsöm störf innanlands og auka verðmæti þjóðartekna sem útflutningur og stuðla að sjálfbærni Íslendinga sem þjóðar.

kv.

gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband