Eins gott að ráða efnahagsráðgjafa áður en endurskoðun fiskveiðistjórnar hefst.

Ríkisstjórnin hefur nú ráðið sér efnahagsráðgjafa sem er að mínu viti óttalega aumt pólítískt séð og styrkir ekki flokka þessa við stjórnvölinn.

Fréttablaðið var annars með smávegis úttekt á áhrifum kvótakerfisins á byggðaþróun á landinu þar sem svo mátti sjá að menn viðurkenndu þau hin sömu áhrif sem kerfi þetta hefur orsakað til handa landi og þjóð í raun, en menn hafa lengst af farið eins og köttur kring um heitann graut varðandi það atriði að viðurkenna áhrif kerfisskipulagsins á þróun byggðar í landinu.

Það atriði að lögleiða allt í einu óheft frelsi með óveiddan fisk á þurru landi , þar sem fyritækin þurftu engin gjöld að greiða til sveitarfélaga við tilfærsluna var og er stórfurðulegt.

Mestu mistök Íslandssögunnar á stjórnmálasviðinu.

Sökum þess að ef til vill hvarf alveg atvinna á staðnum og eignir allar  hins opinbera sem og í einkaeigu urðu verðlausar á einni nóttu.

Reykjanesskaginn tók við flóttamönnum af landsbyggðinni þar sem aftur þurfti að byggja mannvirki til þjónustu og í einkaeigu.

Handhafar aflaheimilda gátu yfirfært tap milli ára af kvótaumsýslu í sínum fyrirtækjum og ekki var hægt að lækka skatta á almenning í landinu sem borgaði brúsann.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já það er mikið sem við vildum hafa á annan hátt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.7.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað hefði Geir átt að ráða sér efnahagsráðgjafa fyrir löngu síðan en ekki þegar skaðinn af aðgerðarleysinu í efnahagsmálum er orðinn því sem næst óbætanlegur.  En er Geir búinn með þessu að viðurkenna vandamálið?  Fyrst þegar fréttirnar um ráðninguna komu á RÚV hélt ég að svo væri en þá kom viðtal við Tryggva Þór Herbertsson, þá varð mér ljóst að hans hlutverk var eingöngu að réttlæta aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, því miður.  Einhvers staðar var sagt:"þar lagðist lítið fyrir góðan dreng".  Ekki bjóst ég (og fleiri) við því að Tryggvi Þór Herbertsson myndi gangast við því að verða einhvers konar "blaðursfulltrúi" forsætisráðuneytisins.

Jóhann Elíasson, 20.7.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband