Siðvitundin og tímaleysið.

Ákveðið agaleysi einkennir vort samfélag um of, þar sem sú venja hefur skapast að skipa fólki í biðraðir, alls konar biðraðir eftir öllu mögulegu jafnt sem ómögulegu í þjónustu hins opinbera sem og verslun og viðskiptum.

Þú ert númer sjö í röðinni, la la la la,,, einhver melódía eða útvarp er leikið í eyrað á meðan.

Stundum er bent á að hægt sé að senda tölvupóst sem fyrirspurn í stað símtalsins sem er hálf fáránlegt því viðkomandi hefði þá væntanlega valið þá leið áður en hann lyfti símtólinu.

Með öðrum orðum við lærum að bíða og bíða og bíða þar sem ástandið hefur síður en svo batnað við tilkomu markaðsþjóðfélagsins heldur er fremur um að ræða sparnað á mannafla við símsvörun fyritækja.

Eigi að síður er símanúmer og símsvörun í raun andlit þjónustu hvers konar hvort sem um er að ræða opinbera aðila eða markaðsþjónustufyrirtæki.

Mætti agnar ögn breytast.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband