Íslendingar eru ekki á leið í Evrópusambandið að svo komnu máli.

Allt tal manna um inngöngu í Evrópusambandið nú ,er einungis til þess fallið að blinda sýn á  viðfangsefni sem við er fást hér á landi og með ólíkindum hve einstökum ráðherrum þessarar ríkisstjórnar hefur verið leyft að hafa frjálsar hendur með umtal sem slíkt meðan mál þetta er þó ekki á dagskrá viðkomandi ríkisstjórnar.

Hamagangur forkólfa atvinnulífsins með eiginhagsmuni fyrirtækjanna í hnakktöskunni varðandi Evrópuumræðu hefur fengið óvenjumikið vægi í fjölmiðlum landsins.

Geti flokkur eins og Samfylkingin sem hefur aðild að ESB á dagskrá ekki undirgengist stjórnarsáttmálann betur en svo að virða að vettugi það atriði að aðild sé ekki á dagskrá, þá hlýtur forsætisráðherra samstarfsflokksins að gera eitthvað, eða hvað ?

Frá mínum sjónarhóli séð hefur núverandi forsætisráðherra steinsofið á verðinum, með aðgerðaleysi og andvaraleysi að sjá má.

Þjóðin á ekki þessa ringlureið skilið hafandi tekið á sig kjaraskerðingar í áraraðir undir merkjum stöðugleika þar sem sá hinn sami stöðugleiki virtist einungis búa til tvær þjóðir í landinu, rika og fátæka þar sem hluti manna sá aldrei neitt góðæri en hluti baðaði sig í fjármunum.

Enn þann dag í dag er ofurskattlagning stjórnvalda á hinn vinnandi mann, í stað þess að hægt hafi verið að auka frelsi einstaklinga með skattalækkunum og minni ríkisumsvifum í þjóðlífinu í heild.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband