Byggð í landinu öllu er hagur einnar þjóðar.

Landsbyggðin hefur lengst af búið við það að hvoru tveggja landbúnaður og sjávarútvegur hafa þar vegið þyngst hvað varðar atvinnulíf.

Algjörlega hefur skort á endurskoðun gömlu atvinnuveganna með tilliti til þess að byggja upp atvinnustefnumótun á landinu í heild.

Tilfærsla atvinnutækifæra út á land hefur ekki verið fyrir hendi þegar kerfisskipulag stjórnvalda er þannig úr garði gert að það beinlínis stuðlar að fækkun atvinnutækifæra með kvótaumsýslu landshluta á milli á forsendum stórútgerðarfyrirtækja eingöngu.

Landbúnaður hefur að hluta til lotið sömu lögmálum varðandi einhliða sýn stjórnvalda á stækkun eininga í stað þess að byggja einnig upp einyrkja að störfum  samhliða og hlúa þannig að nytjun lands.

Fólk úti á landi þarf að hafa atvinnuaðkomu í undirstöðugreinum atvinnuveganna, flóknara er það ekki.

Að öðrum kosti er allt of hröð þróun og offjölgun á höfuðborgarsvæði afeiðing þar sem ekki hefst undan að byggja þjónustu og samgöngumannvirki eins og dæmin sanna.

kv.gmaria.


mbl.is Viðvarandi fólksfækkun í 22 sveitarfélögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Leiðinlega satt hjá þér

Gestur Guðjónsson, 16.7.2008 kl. 08:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir hvert orð Gmaría.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er ekki slæmt að vera annars vegar af ættum úr sveitum Suðurlands og Flateyri við Önundarfjörð. Suðurlandið er háhitasvæði Íslands í félagsmálum og Flateyri kom Einar Oddur. Ég las síðan blogg eftir þig í dag og var alveg miður mín. Á sjómannamáli er þetta kallað algjört þunnildi, nánast ekkert. Tóm.

Nú koma atvinnuvegunum. Lausnin er að byggja á landbúnaði og sjávarútvegi. Ég leit á myndina, skildi Guðrún María hafa sent mynd af myndarlegu barnabarni sínu á bloggsíðuna. Ef þetta er nú sýn Frjálslynda flokksins á atvinnuuppbyggingu landsbyggðarinnar. Þá forði okkur allir góðir vættir frá því að Frjálslyndi flokkurinn komist nokkuð nálægt stjórnarsetu, eða áhrifum. Hvet þig til þess að láta Kristinn Gunnarsson lesa þennan pistil þinn yfir og benda þér á nokkur grundvallaratriði. Held að það sé mikilvægara að senda inn færri pistla með innihaldi heldur en marga með engu.

Sigurður Þorsteinsson, 16.7.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll, takk fyrir innlitið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.7.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband