VÉR MÓTMÆLUM ALLIR, kvótakerfinu, með Ásmundi.

Mannréttindabrot þau sem íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfið inniheldur hvað varðar aðkomu manna að atvinnu við fiskveiðar á Íslandi er skömm, skömm sitjandi stjórnvalda í landinu hvaða nafni sem þau nefnast á hverjum tíma.

Hin þjóðhagslega verðmætasóun sem kerfi þetta hefur áskapað landi og þjóð og ALLIR skattborgarar hafa mátt borga brúsann af hvar sem þeir lifa eða búa á landinu er stórt reikningsdæmi.

Það atriði að gera óveiddan fisk úr sjó að braskvöru millum manna á þurru landi, gekk og gengur gegn markmiðum fyrstu greinar laga um stjórn fiskveiða er kveða á um að fiskveiðistjórnunarkerfið skuli stuðla að atvinnu í byggðum lands.

Kerfið hefur lagt sjavarbyggðir í rúst svo sem sjá má m.a á Vestfjörðum og verkþekking, uppbyggð mannvirki hafna , atvinnutæki fólksins og eignum öllu hent á bál, braskara með aflaheimildir landshluta milli, og kallað hefur verið " hagræðing ".

Kerfi þetta á einnig að stuðla að uppbyggingu verðmesta fiskistofnsins þorsks, sem hefur gjörsamlega mistekist með skipulaginu.

Kerfið innihélt frá upphafi þá annmarka í lögunum að mönnum var óheimilt að koma með undirmálsfisk að landi samkvæmt sentimetratölu, sem aftur orsakaði stórkostlega verðmætasóun þar sem fiski var hent í hafið, en ekki færður að landi.

Ekkert gerðist í því fyrr en náðist að mynda það hið sama brottkast á filmu og sýna í sjónvarpi eins fáránlegt og það nú er.

Nú árið 2008 hefur sitjandi stjórnvöldum þessa lands enn ekki tekist að koma auga á hina nauðsynlegu endurskoðun sem þarf að viðhafa þrátt fyrir allra handa endurskoðun og umbreytingar á ýmsu öðru í íslenzku þjóðlífi.

Vakna þarf til vitundar um það sem skiptir máli.

kv.gmaria.

 

 


mbl.is Mótmælir kvótakerfinu með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott  hjá honum, það sem þarf að gerast er að sjómenn stofni samtök sem eru ábyrg fyrir veiðunum, og fari svo út að veiða allir sem einn.  Þeir þurfa að ráða til sín lögfræðing, sem stjórnar þessu, til að þeir sjálfi lendi ekki í skaða af hálfu ríkisins.  Og svo þarf þetta félag að taka ábyrgðina, og fara svo í mál, við ríkið.  Þetta er óþolandi óréttlæti sem hefur viðgengist allof lengi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Landnáma greinir frá því að landvættir hafi fylgt Suðurnesjamönnum til róðra með góðum árangri. (bls. 193-198)  Ég heiti á landvættir að fylgja nú þeim góða dreng Ásmundi Jóhannssyni og kraftur þeirra megni að kvótakerfið leggist af.

Sigurður Þórðarson, 15.7.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Cesil þetta er allt rétt, sem þú segir.

Siggi, vonandi ganga vonir eftir í þessu efni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.7.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband