Hefur öfgafrjálshyggjan villst í markaðshyggjuþokumóðunni ?

Hið meinta markaðsþjóðfélag okkar Íslendinga er illa eða ekki sýnilegt nú um stundir, þar sem forkólfar atvinnulífsins heimta betra viðskiptaumhverfi þrátt fyrir það að fyrirtæki séu, all minna skattlögð en hinn vinnandi maður á vinnumarkaði.

Alls konar tilfærsla verkefna í formi fjármögnunar svo sem skólauppbyggingar í sveitarfélögum sem hið opinbera hefur nú falið fjármálafyrirtækjum, virðist lítt eða ekki hafa tekið mið af því að efnahagsleg niðursveifla gæti átt sér stað hér á landi.

Ekki frekar en sjávarútvegsfyrirtæki áttu von því að ráðleggingar Hafrannsóknarstofnunar um þorksstofninn þýddu minnkun hans en ekki stækkun. Offjárfestingar í tólum og tækjum þar á bæ þýða því skuldir á skuldir ofan.

Arðssemiskrafa fyrirtækja hefur ekki farið saman við hag landsmanna í heild því skuldsetning heimilanna er í sögulegu hámarki.

Bankarnir hinir nýeinkavæddu græða á öllu saman.

Ríkið er rekið á núlli , meðan sjúkrahús fá ekki nægilegt fé til starfssemi, og almenningur má greiða gjöld hægri vinstri í þjónustu hins opinbera, við heilbrigði.

Ríkið hagnast á hækkun olíu með þeirri gjaldtöku sem þar er til staðar og almenningur er að sligast undan.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar eru að mínu viti villtir, báðir tveir í markaðshyggjuformúlum sem ekki eiga við í 300 þúsund manna samfélagi á eyju í Norður Atlandshafi.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Mér finnst þetta vera einhvers konar "sporðdrekahegðun " í öllu kerfinu frá A til Ö. þú lýsir þessu vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 02:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Hvers vegna í ósköpunum er ekki löngu hafist handa að afnema alla
verðtryggingu?  Hvaða heil brú er í því að þegar olía hækkar á heims-
markaði hækka bankalán á Íslandi ?  Hækkun olíu kemur þannig
með tvöföldum hætti á einstaklinga og fyrirtæki sem skulda, og þannig verður til meiriháttar vixlverkun. Dæmi um eitt ofurruglið í
okkar fjármálakerfi sem engin vandi væri að laga ef pólitískur vilji
væri fyrir hendi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.7.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband