Kaupmáttur launamanna á vinnumarkaði.

Alveg hreint er það ótrúlegt hve verkalýðsforystumenn þegja þunnu hljóði um þessar mundir þrátt fyrir það atriði að hvers konar samningar um kaup og kjör séu húmbúkk eitt í því verðbólgubáli sem logar glatt.

Til hvers í ósköpunum eru launþegar að borga félagsgjöld í félög þessi ef þau hin sömu eru þess ekki umkomin að standa vörð um kaup og kjör ?

Svo mikið er víst að varðstöðu um kjör launþega hefur vægast sagt farið hnignandi undanfarin ár og nákvæmlega ekki neitt verið að gert til dæmis til þess að reyna að stytta vinnuviku og koma hér á fót mannvænlegra samfélagi í því efni.

Þvert á móti hafa launþegar mátt gjöra svo vel að láta sér lynda alls konar "vinnuhagræðingu" og álag við vinnuna, í allra handa útfærslu af hálfu vinnuveitenda, án þess að félögin beri hönd fyrir höfuð sínum félagsmönnum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband