Rétturinn til að stunda atvinnu á Íslandi.

Frelsi til atvinnu er eitt af mikilvægustu réttindum hvers manns, því hinu sama frelsi má þó setja skorður segir í stjórnarskránni, svo fremi almannahagsmunir krefjist þess.

Kvótakerfi sjávarútvegs byggir á því atriði að ákveðið magn megi veiða á Íslandsmiðum, þar sem aflaheimildur voru festar útgerðaraðilum upphaflega en þeim síðan leyft að selja og leigja frá sér þær hinar sömu aflaheimildir með tilheyrandi braski sem varla á sér annan stað í Íslandssögunni.

Það atriði að takmarka magn veiða getur flokkast undir almannahagsmuni en það atriði að festa  aflaheimildir við fyritæki án endurskoðunar eða breytinga í tuttugu ár, og hamla þannig algjörlega nýliðun í atvinnu þessa er brot á mannréttindum þegnanna til aðkomu að atvinnu.

Mannréttindabrot sem á sér stað á Íslandi, ekki annars staðar í heiminum, heldur hér.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl. ég ætla rétt að vona að Sandgerðingurinn sem rær áfram kvótalaus, haldi þeim rétti sem Mannréttindadómstóllinn hefur "Dæmt honum" Og að enginn þurfi að kaupa einkasölu kvóta til atvinnu sinnar hér framar.  Hann er hetja.

Og að Íslendingar allir, sem hafa snefil af réttlætiskennd bakki hann upp 100%. Og það til lykta í máli þessu.

Það þurfti bara einn Davíð til að færa okkur ölið í denn. En hann var sönn hetja fyrir bragðið. Þetta er miklu stærra mál, sem snertir alla þjóðina, unga sem aldna.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 02:20

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hjartanlega sammála þér Arnór.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.7.2008 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband