Eigum við Íslendingar að horfa á það sem gerist í Evrópu ?

Frakkar eru staðfastir í þvi að standa vörð um sínar menningarlegu hefðir að virðist.

Hinar menningarlegu hefðir eiga rót sína að rekja í trú þá sem til staðar er í landinu að öllum líkindum, líkt og víða annars staðar.

Hvað með uppeldi barna og aðferðafræði í því sambandi til dæmis, er hún ef til vill ólík millum menningarsamfélaga ?

Ég tel að við hvoru tveggja þurfum og verðum að ræða þau hin sömu mál hér á landi, hvort sem okkur likar betur eða ver.

kv.gmaria.

 


mbl.is Undirgefni samræmist ekki frönskum gildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Nú er ég trúlaus.  Er ég þar með ekki Íslendingur?

Það búa yfir 4 milljónir múslima í Frakklandi.  Á að senda þá úr landi þar sem þeir samræmast ekki ,,frönskum gildum"?

Sigurjón, 13.7.2008 kl. 02:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Þótt þú sért trúlaus þá er meirihluti þjóðarinnar hugsanlega trúaður og samfélagið uppbyggt af gildismati er byggja á þeirri hinni sömu trú.

Það er Frakka að ákveða hvað þeir gera og okkar hvað okkur varðar.

Umræða um mismunandi viðhorf millum  menningarsamfélaga til ýmssa hluta, er hugsanlega stangast á, er nauðsynleg.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.7.2008 kl. 03:06

3 Smámynd: Sigurjón

Sæl Guðrún María.

Þú segir að meirihluti þjóðarinnar sé trúaður og samfélagið uppbyggt af gildismati sem byggir á þessari trú.  Nú afneita ég algjörlega þeirri trú.  Gerir það mig að útlendingi?!  Nú langar mig líka að spyrja: Hvaða gildi eru það?  Geturðu talið þau upp í stuttu máli?

,,Pointið" í mínu máli er að stór hluti Frakka líta á sig sem trúlausan.  Reyndar einn stærsti hluti af nokkru landi í Evrópu.  Hins vegar eru 7-10% Frakka af ákveðinni trú, en hún nefnist Islam.  Eru það þá ekki ,,alvöru" Frakkar?

Vinsamlegast svaraðu nú... 

Kenny: Í hvað sækja flestir útlendingar sem flytja vil Vesturlanda?  Er það ekki einmitt atvinna og viðskiptatækifæri?  Það er nákvæmlega það sem knýr það áfram; ekki einhver trúarbrögð. 

Sigurjón, 13.7.2008 kl. 05:40

4 identicon

Sem betur fer er ísland ekki byggt upp af gildismati kristinnar trúar heldur verldlegs hugunarháttar samkv. upplýsingunni

Valsól (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 07:18

5 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Raunar ættu Frakkar að veita konunni ríkisborgararéttindi og þá getur hún auðveldlegar losað sig við karlana og verið sjálfstæð í landinu og notið þeirra mannréttinda sem Frakkar vilja standa vörð um. Karlana í fjölskyldunni ætti hins vegar að reka úr landi sem nýta sér setningar í trúarbrögðum sínum til að kúga konur, eða a.m.k. senda þá í endurmenntun í mannréttindum!

Ég segi: Til fjandans með trúarbrögð sem leyfa einstaklingum (yfirleitt körlum) að kúga aðra einstaklinga (yfirleitt konur og börn) og virða vestræn gildi og mannréttindi að vettugi!

LKS - hvunndagshetja, 13.7.2008 kl. 07:45

6 identicon

Sigurjón... Ertu virkilega svo yfirmáta vitlaus að halda að það lið sem kemur þarna að austan yfir til vesturlanda séu að leita að "viðskiptatækifærum"??  Þú hlýtur að vera með graut í hausnum og leppa fyrir augunum.  Staðreyndin er sú að stór hluti þessa fólks sem kemur sem "flóttamenn" lifir á kerfinu og það erum við skattgreiðendur sem borgum bleyjurnar fyrir rassgatið á öllum þeim fjölda af grislingunum sem þeir drita niður. Það erum við sem höldum þeim uppi á meðan þeir gorta sig af því að þeir fái borgað fyrir að eignast börn.

Í ö­ðru máli... flestar þessar konur VELJA EKKI sjálfviljugar að ganga um innpakkaðar í tuskur. Þær eru KÚGAÐAR til þess af sínum körlum og lúta þær ekki vilja þeirra eru þær réttdræpar í þeirra augum.  Flestar þeirra segja að þær velji þetta sjálfar, en þær þora bara ekki annað.  

Ég bý í mjög útlendingaþéttu hverfi erlendis og tala af eigin reynslu af samskiptum við innflytjendur.

Dísa (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 08:44

7 identicon

Ég bjó í Malmö í tæp 4 ár og ég verð að viðurkenna að Dísa er ekki að fara með tóma steypu þegar hún segir að mikill hluti af fólkinu sé á félagsmálastofnun. Þannig er það í dag í Svíþjóð að það er erfitt fyrir fólk af erlendu bergi að fá vinnu. Jónsson er tekinn fram yfir Hassan ef báðir sækja um vinnu á sama stað. Þannig lenda þeir á féló hver á fætur öðrum og þegar peningarinr koma bara inn um lúguna hjá þeim einu sinni í mánuði, þá festast þeir í þessu fari. Það er einnig algjör skandall a'ð það þori enginn vegna pólitískra hagsmuna að gagnrýna útlendinga, siði þeirra og lögbrot. Það hefur komið í ljós að ef karlmaður, múslimi er tekinn fyrir heimilisogbeldi er ekki tekið eins hart á því og ef um væri að ræða sænskan mann. Þetta má aldrei gerast hér á landi. Við meigum aldrei bera það mikla virðingu fyrir siðum annarra að það komi niður á löggæslu og reglum í landinu.

Valsól (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 13:26

8 identicon

Húrra fyrir Frökkum. Búrkur eiga alls ekki heima í vestrænum þjóðfélögum. Og aðal ástæðan eru heittrúuðu múslimarnir sjálfir, og þeirra terrorista ógn.  Skoðiði þennan link.

http://uk.news.yahoo.com/itn/20080711/tuk-july-21-fiancee-jailed-for-three-yea-dba1618.html

Þeir hafa ítrekað notað þennan kúgunarbúnað, sem flóttabúnað eftir hryðjuverk. þessi frétt um dóm yfir þeim er aðeins nokkura daga gömul. Sem betur fer náðist höfuðpaurinn.

Það er nefnilega ekki nóg heldur að leifa slíkan búnað á götum úti, fólk þarf þá líka að vera tilbúið að umbera hann á réttan hátt.  Og það er ég sannarlega ekki.

Sem dæmi: Kona í búrku fer í strætó, hún fær sér sæti, vagninn fyllist, meir og meir. Gamall maður finnur eina sætið við hlið hennar. En það er ekki ásættanlegt, hann verður að standa. Hún má nefnilega ekki sitja við hlið ókunnugra manna.  (martröð flugfélaga um allan heim, og stór ástæða seinkanna, þegar þarf endalaust að færa fólk á síðustu mínútu af því þessi getur ekki setið hjá þessum og svo framv.)

Annað dæmi: Konan er á leið í sund. Hún fer ofan í laugina í allri múnderingunni, það er normið hjá henni. (hef sjálfur séð burkuklæddar konur margsinnis, t.d. á Hótelsundlaugum erlendis og ströndum S.Arabíu. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta)

Svona eru þeirra lög og venjur.

Nei takk: Ég er alls ekki til í að fórna okkar frábæra frelsi og lífsstíl. Það er lágmark að þetta fólk aðlagi sig að okkur! En ekki við að þeim. Ef það er ekki sátt við það, hefði það átt að laga það í sínu heimalandi sem skapaði þeirra flótta til okkar, en ekki reyna að rífa niður það frelsi sem fyglt hefur okkar víkinga þjóð frá örófi. Og breyta okkar kerfi sem okkar formæður og feður hafa varið alla tíð.

Það er öldungis rétt Guðrún María, þessi mál þarf svo sannarlega að ræða. Og þetta hefur ekkert með trú að gera, heldur okkar gildi.

Ég vill einfaldlega lög sem banna allar Burkur, og klæðnað sem einstaklingar hverrar trúar svo sem þeir eru, sem fólk getur notað til að fela sína persónu!  Því miður er svo komið, þjóðarhagsmuna vegna. 

 Rétt eins og ég er hlyntur trúfrelsi, og lögum um það. Þá verðum við að vernda okkar menningu, líðræðið og frelsi.

Og ættu trúleysingjar eins og Sigurjón að standa vörð um það með okkur, en ekki mæla því bót að siðir öfgatrúarmanna verði leifðir hér.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 15:35

9 Smámynd: Sigurjón

Einar: Álit strangtrúaðra múslima á trúleysingjum kemur þessu máli ekkert við.  Ekki er biskoppurinn okkar með mikið hærra álit á trúlausum, sem komið hefur fram í hans opinberu ræðum.

Valsól: Góður punktur hjá þér.  Þá er bara spurningin: Hvar liggur rót vandans?  Liggur hún í siðum og venjum innflytjendanna/flóttamannanna eða liggur hún í þeirri staðreynd að Svíar, sem og aðrar Evrópuþjóðir, hafa tekið við flóttamönnum og öðru fólki af erlendu bergi brotið, án þess að spekúlera í að hafa eitthvað fyrir það að gera?  Þeir halda áfram að senda þeim atvinnuleysisbætur endalaust, en kvarta svo yfir því að þeir séu að sliga samfélagið.  Auðvitað á einfaldlega að hafa tímamörk á því hve lengi fólk getur verið á ,,kerfinu" og láta það svo vinna einhverja atvinnubótavinnu, frekar en að senda því launin fyrir ekki neitt.  Þá hefði það alla vega eitthvað fyrir stafni.  Ég þekki marga útlendinga hér á landi sem eru með vinnu og hafa það gott.  Þeir iðka svo sína siði heima hjá sér í friði fyrir öðrum.  Ég fæ ekki séð að það rýri neitt gildi vestræns þjóðfélags.  Friðhelgi heimilis og einkalífs er nefnilega snar þáttur í vestrænni menningu...

Arnór: Ég mun aldrei standa vörð um þá fáfræði og heimsku sem þú boðar hér.  Það er ekkert verið að ráðast að menningu landsins, þó einhver minnihluti í því klæði sig á ákveðinn hátt.  Hvað með presta? Á að banna þeim að vera í hempunni utan kirkjunnar?  Þeir gætu falið sprengju á sér.  Það er ekkert lýðræði og frelsi falið í því að banna fólki að klæða sig á ákveðinn hátt.

Ég hlakka svo til að fá svör frá Guðrúnu Maríu. 

Sigurjón, 13.7.2008 kl. 18:28

10 identicon

Sigurjón. Þetta hefur ekkert með hvað fólk gerir í friðhelgi síns heimilis að gera, það meiga allir klæðast þar eins og þeir vilja þar.                

Og þetta hefur ekkert með skegg spámannsinns að gera eða hvort prestar klæðist hempu eða Yashiva gyðingar séu með slöngulokka á almannafæri.

Þetta snýst um að fela einkenni sín á bak við ofsatrúar einkenni sem Búrkan er, og njóta friðhelgi þeirrar sem hún ætlast til, þar sem hún er viðurkennd.     Og ef einhver ætti ekki að geta það í vestrænu samfélagi , eru það þessir ofsatrúarmenn sjálfir. Viltu ekki bara leifa þeim að bera vopn og sprengjur innanklæða líka?   Það er ekki nóg að leifa Burkuna hér ef fólk er ekki til í að virða hvað hún stendur fyrir líka.

Ég er ekki tilbúinn að leifa þeim það eða virða þá undirgefni og kúgun sem hún boðar. Okkar kvenfrelsishetjur eiga betra skilið en það. 

Ég held að þú ættir að flytjast til eins af þessum kúguðu múslima löndum sjálfur Sigurjón, fyrst þér er ekki vært hér. Þar ertu bara infidel, sem er það neðsta í fæðukeðjunni. Og ég lofa þér að eftir það elskarðu alla presta, því þeir eru englar á við trúarbragða lögregluna (Mattawa) í þessum löndum.     Sem ber konur á almannafæri með bambusprikum fyrir það eitt að það sést í ökkla þeirra eða hár.        Og tekur jafnvel karlmenn og rakar af þeim hárið ef þeir eru með tagl. Eins og einn Bandarískur vinnufélagi minn lennti í.        Eða hendir konum í fangelsi  fyrir það eitt að vera í bíl með karlmönnum sem ekki eru úr sömu fjölskyldu.          Þar sem réttvísin er sú, að ef konu er nauðgað, er það henni að kenna af því hún var í bíl með karlmönnum.

Nei takk.

En segðu mér annað Sigurjón. Afhverju finnst mér að þið sem kennið ykkur við trúleysi virðist vera svona umhugað að fá hingað fult af öfgatrúarfólki? Ég hef ekki séð neinn hér valta yfir ykkur, hvorki kyrkjunnarmenn né aðra? Eruði kanski dulbúnir kaosistar. Er ykkur virkilega svona í nöp við okkar ágæta þjóðfélag? Viljiði endilega skemma það fyrir meirihlutanum sem er jú kristinn og vill vera það og hefur umborið ykkur alla tíð? 

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 22:35

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir ágæta umræðu.

Sigurjón.

Þú ert trúlaus Íslendingur, og allt í lagi með það, ekkert nema gott um það að segja.

Ég er einnig Íslendingur er er kristinnar trúar, allt í lagi með það.

Við hljótum því að geta borið virðingu fyrir hvort öðru ekki satt ?

Innlegg mitt var ætlað til deilna um trúarbrögð almennt eða trúleysi, heldur mismunandi hefðir sem samþykktar eru í einu landi en ekki öðru, siðferðilega og lagalega.

kv.gmaria

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.7.2008 kl. 00:13

12 identicon

Heil og sæl; Guðrún María, og aðrir skrifarar !

Sigurjón minn Vilhjálmsson ! Af hvaða plánetu; hefir þig borið, hingað til Jarðar ? Sérðu ekki drengur; hvers lags heimsplága Múhameðstrúin, og allt hið illa, sem af henni stafar, er að eyðileggja allt eðlilegt mannlíf, víðs vegar, um heim ?

Vaknaðu drengur; og fylgstu ögn nánar með, hvað er í gangi, á Heims kringlunni, annars vegar plága bandarísku heimsvaldasinnanna, og hins vegar Mekku óhugnaðurinn, með sína útgáfu heimsvaldastefnu, sinna skrattakolla ! 

Þakka öllum; hér að ofan, hver reynt hafa, að upplýsa Sigurjón, um hans villubrautir allar.

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 01:33

13 identicon

Búrkuklæðnaður Múslímakvenna er pólitísk yfirlýsing, gerð til að undirstrika að þær séu fylgjandi hinu pólitíska og fasíska Íslam. Múslímar nota endalausa dynti til að plata og svekkja gestgjafa sína, búrkan er eitt af verkfærum þeirra til þess, jafnframt því að sýna fram á að þeir hafi lamið konurnar sínar það vel fram og til baka að þær séu dauð hræddar um líftóruna í sér. Múslímum er uppálagt mikilmennskubrjálæði í Kóraninum og það sjálfsálit að þeir séu með hina einu réttu trú(arpólitík)  og því yfir alla aðra hafnir.  Auk þess þá fullyrða þeir að Kafírarnir (Ekki-Múslímarnir)  fari til helvítis að jarðvistinni lokinni, en þeir sjálfir upp í Paradís, þar sem þeir njóta vífs,   góðra vína og vistarvera.  Kynjamisrétti  og rasismi á allan hátt er innbyggt í hið Pólitíska Íslam.

Dr.  Wafa Sultan,   sálfræðingur og fyrrverandi Múslími frá Sýrlandi, segir að það sé enginn munur á ,,hófsömum" og ,,öfga" Múslímum.  Ef einhver er  Múslími þá fylgir hann hinu pólitíska og fasíska Íslam 100% og hefur engar fyrirætlanir um að sameinast gestgjafaþjóðfélaginu.

Á meðan Múslímar eru fáliðaðir í gestgjafaþjóðfélaginu, þá segja þeir að allir séu bræður og hafi sama Guð, en um leið og þeir komast í meirihluta þá heimta þeir að allir játist Íslam og Allah  og lifi undir Sharia lögum. 

Þeir sem  ekki játast Íslam eru gerðir að undirmálsmönnum í eigin fjöðurlandi  og þurfa að borga verndarskatt.  Í Kaíró í Egyptalandi búa 100.000 kristnir menn á ruslahaugum borgarinnar og draga fram lífið með því að endurvinna sorpið.  Kirkjur mega þeir hvergi byggja í Múslímaparadísunum og varla halda við þeim sem fyrir eru

.

 Breskur blaðamaður komst inn á svæðið þrátt fyrir bann lögreglunnar og birti þrjár fréttamyndir af hneykslinu.  Sjá þessa slóð: 

http://www.youtube.com/watch?v=cS4HmV6duiU 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 10:14

14 Smámynd: Sigurjón

Sæl Guðrún María.

Þú segir: ,,Þú ert trúlaus Íslendingur, og allt í lagi með það, ekkert nema gott um það að segja.

Ég er einnig Íslendingur er er kristinnar trúar, allt í lagi með það."

Gott og vel, ekkert nema gleði og hamingja.  Hvað ef ég færi nú og gerðist múslimi?  Væri þá jafn mikið gott um það að segja?

Arnóri og Óskari ætla ég ekki að eyða fleiri orðum á.  Ég myndi frekar reyna að kenna hænu stærðfræðigreiningu. 

Sigurjón, 14.7.2008 kl. 11:14

15 identicon

Góður linkur hjá þér Skúli. Þetta er akkúrat "réttlætið" og ''umburðarlyndið" í flestum múslimaríkjum sem ég hef kynnst. Ef þú ert ekki mússi ertu halloka í kerfinu. Og ekki færðu að byggja kirkju heldur, þó sumstaðar leifi lög það. Þeir nota sömu aðferðir og Geir og félagar með kvótakerfið. Þegja það í hel eða þvæla málið endalaust með málþófi þar til fólk gefst upp. 

Með örfáum undantekningum Eins og Malasíu, þar sem hægt er að sjá Mosku, Kirkju, og Búdda hof, hlið við hlið og fólk lifir nokkurn vegin í harmóníu hvert við annað. Þó maður heyri raddir að múslimski meirihlutinn reyni sífellt að hlunnfara hina.

Óskar Helgi.    ''Sigurjón minn Vilhjálmsson ! Af hvaða plánetu; hefir þig borið, hingað til Jarðar ?"

Hjartanlega sammála, hefði ekki getað orðað þetta betur.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:05

16 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Arnór ! Þakka þér; liðveizlu alla, sem eindrægni.

Sigurjón Vilhjálmsson ! Fyrir það fyrsta; vil ég ég mótmæla ályktun þinni, um gáfnafar hænsnfugla, hvar ég er vinur þeirra, og dýraríkisins, yfirleitt.

Í öðru lagi; annað hvort ert þú grínaktugur maður, og kersknis fullur mjög; Sigurjón, eða þá rakið fífl, teljir þú Múhameðstrúarmenn, til einhverrar siðmenningar, hér á jarðríki.

Hygg; að þú sért frekar að að spauga, með þínum athugasemdum, enda virðist þú, fremur greindarlegur, eftir mynd þinni, að dæma.

Með beztu kveðjum; samt, enn / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:38

17 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll enn og aftur Sigurjón.

Ekkert nema gott um það að segja, þitt val, ekki mitt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.7.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband